Dvöl - 01.09.1944, Page 6

Dvöl - 01.09.1944, Page 6
148 DVÖL móti sjúklingum þann dag, heldur aðeins aðstoðarlæknirinn, Maxim Nikolaitch. Hann var hniginn á efri aldur og allir taæjarbúar héldu því fram, að þótt hann drykki og væri gefinn fyrir ryskingar, væri þó meira trausts að leita hjá hon- um en sjálfum yfirlækninum. „Góðan daginn, herra,“ sagði Jakov, þegar hann leiddi gömlu konuna inn í lækningastofuna. „Fyrirgefið þér, Maxim Nikolaitch, að við erum sífellt að ónáða yður með áhyggjum okkar. Sjáið til, nú er konan mín orðin veik, minn betri helmingur, eins og maður segir, þér afsakið orðalagið." Aðstoðarlæknirinn hnyklaði brýrnar og strauk skeggið meðan hann horfði rannsóknaraugum á gömlu konuna. Hún sat á stól, vis- in og mögur, og mókti. „Já, einmitt," sagði aðstoðar- læknirinn dræmt og stundi við. „Kvefsótt, eða ef til vill annað verra, það gengur taugaveiki í bænum núna. En hvað um það — sú gamla hefur þegar lifað sitt feg- ursta, lofaður sé Drottinn. Hve gömul er hún?“ „Hana skortir aðeins eitt ár til að fylla sjöunda tuginn, Maxim Nikolaitch." „O, jæja — hvað skal segja — þetta er nú þegar orðin löng ævi og tími til kominn að beina hugar- sjónum yfir landamærin." „Áreiðanlega, þér hafið mjög mikið til yðar máls,“ sagði Jakov og brosti hæversklega, „og við erum yður mjög þakklát fyrir vinsemd yðar, en með leyfi að segja, hvert kvikindið hefur þó löngun til lífs- ins —“ „Uss — þvaður,“ greip aðstoðar- læknirinn fram í í þeim tón, að ætla mátti, að undir honum væri komið líf og dauði. „Heyrðu nú, gamli minn, leggðu kaldan bakstur um höfuðið á henni og gefðu henni þessa skammta, tvo á dag — og vertu svo sæll!“ Jakov sá það á andliti hans, að útlitið var alvarlegt, og að engin meðul gátu bjargað. Nú rann það upp fyrir honum, að Marfa hlaut að deyja mjög fljótt, annað hvort í dag eða á morgun. Hann hnippti í aðstoðarlækninn, deplaði öðru auganu og sagði lágri röddu: „Það hefði þurft að taka henni blóð, Maxim Nikolaitch." „Má ekki vera að því, vinur minn, má ekki vera að því. Reyndu nú að koma þér heim á leið með þá gömlu,, í Guðs nafni. — Vertu sæll — vertu sæll!“ „Gerið það fyrir mig,“ sárbað Jakov — ■ ,,Þér vitið þó sjálfur, að væri hún slæm í maganum eða einhvers staðar annars staðar inn- an um sig — þá kæmu henni að haldi dropar og skammtar, en hún hefur ofkælzt og við ofkælingu er örvun blóðrásarinnar aðalatriðið, Maxim Nikolaitch.“ En aðstoðarlæknirinn hafði þeg- ar kallað á næsta sjúkling, og inn

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.