Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 56

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 56
198 DVÖL á. Karlmennirnir drukku, kvenfólk- ið masaði, og krakkarnir flugust á; þessu svipaði mest til markaðs- grúa. Hið næsta lynghólnum var mikil þröng. Hér var ekki raðað eftir mannvirðingum' eins og á kirkjubekkina. Tötraleg betlikerl- ingin skirrðist ekki við að troða húsfreyju óðalsbóndans um tær með tréskónum sínum. „Viltu gera svo vel að víkja! Ég kom á undan.“ Sesselja kom síðust. Hún gekk á milli Páls Rytters og sjúkrahúss- prestsins, minna mátti ekki gagn gera. Þeir sungu sálma til þess að hughreysta hana, og skógurinn bergmálaði einmanalegar raddir þeirra. Sesselja var mjög iðrunar- full. Hún gekk álút með hendurnar bundnar saman fyrir aftan bak. Böðullinn fór fyrir henni. Nú var hann ekki skartklæddur, eins og hann átti vanda til; hann bar hrjúf skinnklæði. Annar sveina hans bar öxina á öxlinni, hinn reku til að grafa Sesselju með. Það átti ekki að stegla hana. Og á eftir þeim komu sýslumaðurinn og flokkur fylgdarsveina hans ríðandi. Hóf- arnir hlökktu í gljúpum jarðveg- inum, og skeifurnar skullu við steina. Það slö þögn á manngrúann, þegar fylgd þessi fór hjá. Karl- mennirnir réttu ósjálfrátt úr sér. Konurnar óku sér með hryllingi. Börnin ráku upp stór augu og urðu skelkuð. Og þagar riddararnir voru búnir að umkringja hólinn, en Sesselja og hinir blöstu við á hon- um, varð svo hljótt, að andvörp skógarins heyrðust allt um kring. Sesselja stóð fyrir framan högg- stokkinn og hugsaði með sér, að nú væri sú stund runnin upp, að böðullinn lýsti friði s ínum yfir hana. Það átti að gerast hjá högg- stokknum, hafði presturinn sagt. Og Sesselja var sannfærð um, að það mundi gerast. Hún gat ekki dáið! Hún var ringluð í höfðinu af skógarloftinu eftir hina drunga- legu daga í hundasmugunni. Hún vildi ekki fara niður í jörðina, hún vildi vera uppi í hinu blessunarríka andrúmslofti. Hvers vegna fóru prestarnir að syngja aftur? Það mundi ekkert verða af greftruninni! Hvers vegna herti böðullinn á mittisólinni og bretti upp ermarnar? Hvers vegna rakti sveinn hans klæðið utan af köldu axarblaðinu? „Þeir ætla að hræða mig fyrst,“ hugsaði Sesselja minnug þess, að hún átti að bera sig vel. En hvers vegna leit böðullinn ekki einu sinni á hana? Hvers vegna sýndi hann engin merki þess, að hún ætti að verða konan hans, og þetta var allt saman einber markleysa? Loks kom að því, að hann leit á hana .En það var líka meira en nóg. Það var ekki snefill af misk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.