Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 72
214
D V OL
Saga íslendinga í Vesturlieimi II.
bindi. Ritað hefur Þorsteinn Þ. Þor-
steinsson. Winnipeg 1943.
Árið 1940 hóf Þjóðræknisfélag íslend-
inga í Ves'. jrheimi útgáfu sögu þessarar,
og var fyrsta bindi prentað í Reykjavík.
Hér var þjóðnytjaverk hafið, sem hlaut
að verða verulegur fengur íslenzkri sagn-
fræði, ef sæmilega tækist til. Höfundur-
inn, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, hafði áður
sýnt, að hann var snoturlga ritfær og gat
samið læsilegar bækur. Mátti því ætla,
að óreyndu, að vel væri til alls stofnað.
Pyrsta bindið reyndist stórum síðra en
flesir höfðu ætlað, og mun hafa valdið
töluverðum vonbrigðum. Höfundur hafði
tekið sér verkið alltof létt, efnisröðun var
öll ákaflega handahófskennd og á lítilli
fyrirhyggju byggð. Sópað var upp í ritið
skjótfengnum fróðleikstíningi um harð-
indi á ýmsum cldum, hafísa og eldgos.
Vildi þetta verða heldur laust í reipunum
og skríða mjög úr höndum höfundar. Rit-
inu mun hafa verið tekið með nokkrum
semingi, bæði austan hafs og vestan. Seld-
ist það heldur dræmt, svo að líkur bentu
til, að Þjóðræknisfélagið kæmist í þrot
með útgáfuna. Margir áhugamenn vestra
undu þessu illa, sem vonlegt var. Skutu
þeir á fundi í Winnipeg, eftir að útgáfu-
málið hafði legið niðri um skeiö, og stofn-
uðu svonefnda sögunefnd Þjóðræknisfé-
lagsins. Voru 14 menn í samtökum þessum.
Gerðu þeir nú stjórn Þjóðræknisfélags-
ins tilbcð þss efnis, að það afhenti nefnd-
inui handrit annars bindis, sem fyrir lá
fullsamið, og það sem óselt var af fyrsta
bindi. Gegn þessu ætlaði nefndin að halda
útgáfunni áfram til loka, — en fimm eru
bindin ráðgerð, — og leggja til rekstursfé
úr eigin vasa. Bæri hún síðan skaða þann
allan, sem verða kynni á ritinu, en yrði
tekjuafgangur einhver, rynni hann til
Þjóðræknisfélagsins.
Þessu myndarlega boði tók Þjóðræknis-
félagið þakksamlega. Heldur því útgáfan
áfram í nafni Þjóöræknisfélagsins, en er
kostuð af fjórtánmenningum þeim, sem
hlupu svo drengilega undir bagga, sem
nú er getið.
Annað bindið, sem hingað hefur borizt
fyrir nokkru, er miklum mun stærra en
hið fyrsta, 346 blaðsíður auk formála.
Það er snyrtilegt að útliti, prentun skýr
og hrein, band snoturt og liðlegt, svo að
manni bregður þægilega við að sjá ís-
lenzkt mál innan svo fríðra spjalda. Að
sjálfsögðu er þetta hversdagslegt í Vestur-
álfu, en nú er maður nauðbeygður til að
stinga öðru bindinu í hillu hjá hinu fyrsta,
sem hér var bundið, og þá taka steinarnir
að tala. Væri raunar fullkomið kærleiks-
verk að skjóta saman svolítilli upphæð og
senda íslenzkum bókbandsmeisturum sitt
eintakið hverjum, svo að þeir færu ekki
í gröfina án þess að hafa einu sinni á
ævinni handleikið sæmilega bundna bók.
Prófarkalestur rits þessa mætti vera
betri. Er slíkt jafnan til óþrifnaðar og
leiðinda í bókum, sem vandað er til að
öðru leyti og eitthvað er á að græða. Hér
þarf ekki að lesa lengi þar til hnotgjarnt
verður. Á sjöttu blaðsíðu er talað um
ísledinga, á áttundu síðu getur um jörð-