Dvöl - 01.09.1944, Side 9
DVÖL
151
ann hans með svörtu bótunum;
horfði á þennan veiklulega og
holdlausa afturkreisting.
„Heldurðu að þér líðist að standa
hér og erta mig, þöngulhausinn
þinn!“ hrópaði Jakov. „Láttu mig
í friði.“
Gyðingurinn varð líka reiður og
hrópaði:
„Viljið þér gjöra svo vel að stilla
orðum yðar í hóf, ella fáið þér
fría ferð yfir girðinguna hérna!“
„Burt með þig!“ öskraði Jakov
og réðst á hann. „Maður fær ekki
einu sinni að komast leiðar sinnar
fyrir þessum lúsugu Gyðingum.“
Rotschild nam staðar lamaður
af skelfingu og bar hönd fyrir
höfuð sér eins og hann vildi verj-
ast höggum. Svo sneri hann sér
við og hljóp burt eins og fætur
toguðu. Hann hoppaði og barði
saman höndum á hlaupunum og
langar leiðir sást hvernig hann
skalf af hræðslu. Götudrengirnir
gripu tækifærið, hlupu á eftir hon-
um, bentu á hann og hrópuðu:
„Gyðingur, Gyðingur!“ Hundarnir
eltu hann líka og geltu grimmdar-
lega. Einhver fór að hlæja, það
var kallað og blístrað og hundarn-
ir espuðust æ meir — svo hefur
sennilega einhver þeirra glefsað í
hælbeinið á Rotschild, það heyrð-
ist sársaukafullt skelfingaróp —.
Jakov gekk í þungum þönkum
eftir götunni og götudrengirnir
fóru líka að hrópa á eftir honum
Hann var kominn niður að ánni.
Yfir höfði hans flugu lóurnar og
sungu sumarljóð sín, endurnar
syntu til og frá á ánni og sólin
skein í heiði og sléttur vatnsflöt-
urinn endurkastaði geislum henn-
ar, svo að manni lá við ofbirtu í
augun. Jakov gekk eftir stígnum
með fram ánni. Hann sá unga og
hraustlega stúlku koma út úr bað-
húsinu. „Þetta er æskan“ — hugs-
aði hann. Spölkorn frá baðhúsinu
voru nokkrir drengir að veiða
krabba. Þegar þeir komu auga á
Jakov, byrjuðu þeir að hrópa
stríðnislega til hans.
„En sjáðu — stendur ekki þarna
stórt og gamalt pílviðartré með
krákuhreiðri í krónunni?“
í innstu hugarfylgsnum Jakovs
skaut nú upp myndinni af litla
barninu með ljósa hárið og píl-
viðartrénu, sem Marfa hafði verið
að tala um.
„Já, þetta hlýtur að vera sama
tréð, grænlaufgað, þögult og ein-
mana; hvað þaö hlýtur að vera
orðið gamalt, auminginn."
Hann settist niður við rætur trés-
ins og gaf sig endurminningunum
á vald. Hinum megin við ána, þar
sem nú var slétt blómstrandi gras-
lendi, var áður stórvaxinn birki-
lundur, og upp nakin fjöllin, sem
gnæfðu við himin úti við sjón-
deildarhringinn, teyg'ði sig áðul’
blágrænn og fornlegur furuskógur.
Eftir fljótinu gengu stórar dráttar-