Dvöl - 01.07.1945, Síða 26
168
D VÖI
Hin eina sanna ást
Eftir Þórunni Magnúsdótfur
Drési var hann kallaður, vetrar-
maðurinn á Orrastöðum. Fullu
nafni hét hann Andrés Karelíus
Andrésson. Maðurinn, sem réð
hann í vetrarvistina, skrifaði bréf
á undan honum og lýsti honum á
þá leið, að hann væri einfaldur,
vínhneigður og hyskinn, en mundi
reynast vel, ef honum væri sýnt
traust og hlýlega að honum búið.
Hann gat þess, að Andrés væri oln-
bogabarn, sem hefði farið flestra
gæða á mis í lífinu og hefði mikla
þörf fyrir að komast á notalegt
heimili. Bréfið bar vott um gott
hjartalag bréfritarans og trú hans
á sigur hins góða. En óneitanlega
var umhyggja hans fyrir olnboga-
barninu meiri en hollustan við
Orrastaðaheimilið.
Húsbændurnir á' Orrastöðum
voru sem vænta mátti óánægðir
með þessa ráðstöfun, sögðu heimili
sitt ekki vera fyrir vandræðamenn,
en létu þó kyrrt liggja og fengu
sig ekki til að rifta ráðningunni.
Unga fólkinu á bænum leizt ekki
á blikuna, þegar því bárust til
eyrna fréttirnar af vetrarmannin-
um væntanlega. Það hafði gert sér
vonir um að nýi vetrarmaðurinn
yrði góður félagi, sem tæki þátt í
öllum leikjum þess og brellum, og
þóttist nú illa svikið, þegar taka
átti á heimilið drykkjuræfil,
heimskan og illa gerðan.
„Sá verður ekki lengi að þefa
upp bruggarana hér í nærsveitun-
um,“ sagði einn piltanna. Stúlka
af næsta bæ, sem var viðstödd,
þegar þetta barst í tal, kvaðst
aldrei mundu þora að fara ein á
milli bæjanna eftir að þessi voða-
maöur væri kominn, því að hann
væri áreiðanlega kvennamaður og
til alls vís. Hún varð strax ónota-
leg í taugunum og fékk laglegasta
piltinn á heimilinu til að fylgja sér
þegar hún fór heim.
Kvennamaður! Var það ekki ein-
mitt þetta, sem Orrastaðastúlk-
urnar hafði grunað strax og þær
höfðu óttazt mest, þó að aðkomu-
stúlkan yrði fyrst til að kveða upp
úr með það. Þær bundust samtök-
um um það, að fylgjast sem mest
að, svo að það ólán henti ekki
neina þeirra að verða ein á vegi
hans.
Úr því að maðurinn var drykkju-
svoli og kvennabósi gat hann eins
verið rummungsþjófur. Það var því
vissara að gæta vel sinna tíman-
legu verðmæta. Sjálfsagt væri að