Dvöl - 01.07.1945, Page 93

Dvöl - 01.07.1945, Page 93
DVÖL 235 „Hvað ræðið þið?“ spurði Davidson vingjarnlega, um leið og hann kom út til þeirra. „Ég var að segja, að það liti ekki út fyrir, að þið kæmuzt til Apia næstu vikuna,“ sagði mangarinn tungumjúkur. Hann fór burt, en hinir tveir gengu inn í stofuna. Hr. Davidson varði einni stund sér til hressingar eftir hverja máltíð. Allt í einu var barið varlega að dyrum. „Kom inn,“ mælti frú Davidson sínum óþýða rómi. Dyrnar voru ekki opnaðar. Hún reis á fætur og opnaði þær. Þau sáu ungfrú Thompson standa fyrir utan. En breytingin, sem á henni var orðin, gegndi furðu. Nú var hún ekki lengur dækjan, sem kallaði spott- andi til þeirra á götunni og barst mikið á, heldur beygð kona og ótta- slegin. Hárið, sem verið hafði svo vandlega greitt, hékk nú í flygsum niður um hálsinn. Hún var í pilsi og þunnri treyju og með inniskó á fótum. Fötin voru óhrein og þvæld. Hún stóð fyrir utan dyrnar, en áræddi ekki inn, og tárin streymdu niður kinnarnar. „Hvað viljið þér?“ spurði frú Davidson höst í máli. „Má ég tala við hr. Davidson?" sagði hún niðurbældri röddu. Trúboðinn reis á fætur og gekk til hennar. „Komið þér inn fyrir, ungfrú Thompson,“ mælti hann alúðlega. „Hvaö get ég gert fyrir yður?“ Hún kom inn í stofuna. „Ég sé eftir.því, sem ég sagði við yður hérna um daginn og — og ég sé eftir þessu öllu. Ég var víst i dálítilli æsingu. Ég bið fyrirgefningar." „Uss, minnist þér ekki á það, Bak mitt er að líkindum nógu breitt til þess að bera nokkur styggðaryrði.“ Hún gekk í áttina til hans og hreyfingar hennar minntu átakanlega á barinn hund, sem skríður að fótum eigandans. „Þér hafið sigrað. Ég á ekki um neitt að velja. En þér ætlið ekki að senda mig aftur til San Francisco, er það?“ Blíðusvipurinn hvarf af trúboðanum, og rödd hans varð skyndilega ákveðin og ströng. „Hvers vegna viljið þér ekki fara þangað aftur?“ Hún kiknaði í knjáliðunum. „Fólkið mitt býr þar. Ég vil ekki láta það sjá mig svona á mig komna. Ég skal fara hvert annað sem þér skipið.“ „Hvers vegna viljið þér ekki fara aftur til San Francisco?“ „Ég sagði yður það.“ Hann hallaði sér áfram og starði á hana, og stór, geislandi augu hans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.