Dvöl - 01.07.1945, Page 97
DVÖL
239
„O, méi' líður ekki sem verst. Þér þurfið ekki að hafa neinar áhyggj-
ur af því.“
„Hafið þér fengið nokkuð að borða?“
„Horn færði mér kaffi.“
Hún leit til dyranna með eftirvæntingu.
„Haldið þér, að hann komi bráðum niður? Mér fiixnst þetta ekki eins
óþolandi, ef hann er hjá mér.“
„Ætlið þér enn að fara á þriðjudaginn?“
,.Já, hann segir, að ég verði að fara. Viljið þér biðja hann að koma
hingað strax? Þér getið ekkert gert fyrir mig. Hann er sá eini, sem nú
getur hjálpað mér.“
„Eins og þér viljið,“ sagði Macphail.
Næstu þrjá daga vék trúboðinn naumast út frá Sadie Thompson.
Hann skauzt aðeins upp á loftið til þess að borða með konu sinni og
læknishjónunum. Macphail veitti því athygli, að hann snerti varla við
matnum.
„Hann leggur alltof mikið á sig,“ sagði fx'ú Davidson í meðaumkunar-
rómi. Hann fer alveg með sig, ef hann gætir sín ekki, en hann kann
sér ekkert hóf.“
Sjálf var hún föl og tekin. Hún trúði frú Macphail fyrir því, að sér
kæmi ekki dúr á auga. Þegar trúboðinn kom upp frú ungfrú Thompson,
baðst hann fyrir, unz hann var örmagna, en jafnvel að því búnu gat
hann ekki sofnað nema skamma stund. Eftir einn eöa tvo tíma vakn-
aði hann, klæddi sig og gekk út með flóa. Haixn dreymdi hina undar-
legustu drauma,
„í morgun sagði hann, að sig hefði verið að di'eyma fjöllin í Nebi-aska,“
sagði frú Davidson.
„Það var skrítið,“ sagði læknirinn.
Honum var í fersku minni, að hann sá þessi fjöll út um vagnglugg-
ann, þegar hann ferðaðist með járnbraut yfir þvera Ameríku. Þau likt-
ust geysistórum moldvörpuhaugurn, brött, ávöl, en slétt á yfirborð, og
risu beint af flatneskjunni. Hann mundi líka, að þau höfðu minnt hann
á konubrjóst.
Eirðarleysi trúboðans var ekki sízt óbærilegt honum sjálfum. En
það, sem veitti honum styrk í þessu stríði, var undursamleg gleði.
Hann var að rífa upp með rótum síðustu anga syndarinnar, sem búið
höfðu um sig i leyndustu hjartafylgsnum þessarar veslings konu. Hann
las með henni og baðst fyrir með henni.
„Það er dásamlegt,“ sagði hann við þau kvöld eitt yfir borðum. „Það