Dvöl - 01.07.1945, Side 102

Dvöl - 01.07.1945, Side 102
244 DVÖL „Ég held, að hún sé alveg lömuð. Hún grét ekki. En hún titrar eins og strá í vindi.“ „Ætli við förum ekki að halda af stað.“ Frú Davidson kom út, þegar þau börðu að dyrum hjá henni. Hún var náföl, en þurreyg. Lækninum sýndist hún undarlega stillt. Enginn mælti orð, og þau lögðu steinþegjandi af stað niður götuna. Þegar þau komu til líkhússins, hóf frú Davidson máls. Þau dokuðu við. Innfæddur maður opnaði hurðina fyrir hana og lokaði á eftir henni. Hjónin settust og biðu. Einn eða tvo hvita menn bar að, og skiptust þeir á orðum við þau í hálfum hljóðum. Læknirinn sagði þeim það, sem hann vissi, um hin hörmulegu tiðindi. Loks opnaðist hurðin hljóðlega, og frú Davidson kom út. Allt datt í dúnalogn. „Nú er mér ekkert að vanbúnaði," mælti hún. Rödd hennar var styrk og hörð. Lækninum var ekki ljóst, hvað fólst í blikinu í augum hennar. Fölt andlitið var hörkulegt. Þau gengu hægt heim á leið og mæltu ekki orð frá vörum. Þegar þau komu á hornið, sem dvalarstaður þeirra stóð skammt frá, tók frú Davidson andköf, og þau námu staðar um stund. í eyrum þeirra kvað allt í einu við hið furðulegasta hljóð. Grammófónninn, sem svo lengi hafði staðið ónotaður, var nú kominn til sögunnar á nýjan leik, og á hann voru spiluð hávær, glymjandi danslög. „Hvað er þetta?“ hrópaði frú Macphail upp yfir sig í hryllingi. „Við skulum halda áfram,“ mælti frú Davidson. Þau gengu upp tröppurnar og inn i anddyrið. Ungfrú Thompson stóð í herbergisdyrum sínum og spjallaði við sjómann. Á henni hafði orðið snögg breyting. Hún var ekki sami volaði vesalingurinn og undanfarna daga. Nú var hún komin í allan skrúðann, í hvíta kjólinn og háu gljá- stigvélin, sem skárust inn í gilda fótleggi, klædda bómullarsokkum; hárið var vandlega greitt og á höfðinu hafði hún blómskreytta hatt- flykkið. Andlit hennar var málað, augnabrúnirnar glannalega svert- ar og varirnar skarlatsrauðar. Hún var hnakkakert og bein í baki. Hér var komin gleðidrósin fasmikla, sem þau þekktu svo vel frá fyrri tíð. Þegar þau komu inn, rak hún upp hvellan hæðnishlátur, og svo, þegar frú Davidson nam ósjálfrátt staðar, safnaði hún munnvatninu uppi í sér og spýtti. Frú Davidson hörfaði aftur á bak, og tveir roðablettir komu í ljós í vöngum hennar. Svo greip hún báðum höndum fyrir and- litið og tók á rás upp stigann. Macphail lækni var nóg boðið. Hann ruddist framhjá kvenmanninum og inn í herbergið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.