Dvöl - 01.07.1945, Page 105
D VÖL
247
um, að flestir þessara manna eru
hreint ekki öfundsverðir og
sízt þess virði, að við lítum upp
til þeirra. Yfir þeim ræður máttur
hefðar og hégóma og þrælfjötrar
þá svo, að þeir þora alls ekki að
sjá neitt nema í gegnum lituð gler-
augu — og allra sízt sitt eigið
raunverulega ásigkomulag. Já, svo
vonlaust er ástand þeirra, að þeir
kappkosta að ímynda sér, að þeir
séu frjálsir, sjálfstæðir, keppi að
eftirsóknarverðu marki, séu vel-
gerðamenn almennings og stoðir
þjóðfélagsins, séu allt í senn: mikl-
ir.göfugir og hamingjusamir menn,
og frúr þeirra og börn og allt þeirra
nánasta umhverfi er haldið sams
konar blekkingu eða skal a. m. k.
komast henni á vald. Verði þeim
svo á að skripla á skötu sjálfs-
blekkingarinnar, svo að gleraugun
hrjóti af þeim, og þeir hyggjast
síðan fara sinna eigin ferða, þá
fyrst keyrir um þverbak. Það sýnir
sig þá sem sé, aö aðrir þeim ríkari
og voldugri hafa smeygt snöru yfir
höfuð þeirra og eru þess albúnir
að herða hana þeim að hálsi, sýnir
sig, að ekki einu sinni peningar
þeii’ra og verðbréf eru þeim varan-
leg eða verðmæt eign, ef þeir ætla
að fara að taka upp á því að skapa
sér skoðanir og haga sér eftir þeim.
Allt þetta birtist okkur ljóslifandi
í lýsingunni á fésýslumanninum
Babbítt, og svo djúptækar rætur á
hún sér, sú lýsing, í sammannlegri
eðlistjáningu sinnar tegundar í
nútíðarþjóðfélagi, að nafnið Babb-
itt er hjá fjölmörgum menningar-
þjöðum orðið samheiti allra hinna
eftirhermandi hégóma- og hefðar-
þræla í hópi efnaðra borgara.
Skáldsagan Babbitt er enn þá fág-
aðri og tæknilega glæsilegri en
Main Street, en samt sem áður
virðist mér Main Street sízt veiga-
minni. Hún er í öllum sínum öm-
urleik svo sönn, mannleg og átak-
anleg, að hún verður ógleyman-
leg svo sem eitthvað, sem maður
hefur sjálfur lifað og hefur valdið
manni þjáningu og þrautum, og ég
hygg, að sú bók mundi verða lík-
legri til þess en Babbitt, að hafa
djúptæk áhrif hjá okkur íslend-
ingum — lífskjör og aðstaða að
ýmsu ámóta í smábænum ameríska
og gerist í bæjum og þorpum hér
á landi. Þýðinguna á Babbitt hefur
Sigurður Einarsson innt af hendi,
og er óhætt að segja, að hún hafi
tekizt allvel, svo erfið sem hún
hefur þó verið viðfangs, þar eð
orðaval höfundar er mjög fjöl-
breytt og frumlegt og stíllinn sér-
stæður og glæsilega samræmdur
efninu.
Skáldsögur Steinbecks, Kátir
voru karlar og Mýs og menn, eru
vel gerðar og allnýstárlegar, en
veigamesta verk hans, og að mín-
um dómi meðal allra merkustu
skáldsagna, sem ég hef lesið, eru
Þrúgur reiðinnar.
í einu af Miðríkjum Bandaríkj-
anna, þar sem moldin hefur verið