Dvöl - 01.01.1946, Page 6

Dvöl - 01.01.1946, Page 6
4 DVÖL ERICH MARIA REMARQUE er þýzkur rithöfundur, fæddur 1898. Hann var aðeins sextán ára, þegar heimsstyrjöldin fyrri brauzt út, en gerðist sjálfboðahði í þýzka hernum, jafnskjótt og hann taldist nógu gam- ,all til þess að bera byssu. En stríðið varð honum til sárra vonbrigða og endaði með ósigri Þýzkalands, sem bauð þeim sonum sínum, er komust með heilu skinni úr hildarleiknum, að- eins örbirgð og atvinnuleysi. Af reynslu styrjaldarinnar og eftiTstríðsáranna skapaði Remarque fyrsta skáldverk sitt ,.Tíðindalaust á vesturvígstöðv- unum", er kom út 1929. Gerði sú bók hann frægan rithöfund á skömmum tíma. Vakti hún geypilega athygli og var almennt talin skara fram úr með- al hinna fjölskrúðugu stríðsbók- mennta. Sönnuðust þar orð enska skaldsins W. Somerset Maugham’s, en hann hafði látið svo um mælt, að ósigur mundi heilladrýgri til framfara á sviði bókmennta en sigur, og þess vegna væri líklegt, að bezta stríðsskáldsagan yrði rituð af Þjóð- verja. Þessi smásaga er hluti samnefndr- ar skáldsögu eftir Remarque. -----------1---------------1___________/ Vagninn náði fyrsta hlíðarhjall- anum. Köster áði. Útsýnið þaðan var óviðjafnanlegt. Dalurinn breiddist út, stall af stalli. Útlín- ur hinna fjarlægu fjalla skáru sig úr, skarpar og gullnar, við ljós- græna hvelfinguna. Og það var líkast því, sem fallnar gullstengur lægju á hjarnbreiðunni. Á brekk- urnar sló smám saman æ fegurri bleikrauðum blæ, og skuggarnir urðu æ blárri. Sólin var mitt á milli tveggja dökknandi tinda, og mjall- hvítur dalurinn, með hæðir sín- ar og hjalla, orkaði eins og vold- ug herfylking frammi fyrir höfð- ingja sínum. — Svona langt frá þorpinu hef ég aldrei verið, sagði Patt. Er þetta leiðin heim? — Já. Hún þagði og horfði niður fyrir sig. Síðan steig hún út og skyggndi hendi fyrir augu. Hún starði til norðurs, eins og hún sæi þegar turna og súlur borgarinnar. — Hvað er það langt? spurði hún. — Nálega þúsund kílómetrar, svaraði ég. í maí förum við þang- að. Þá sækir Ottó okkur. — í maí, endurtók hún. — Guð minn góður, í maí .... Sólin hneig með hægð. Dalurinn lifnaði. Skuggarnir, sem fram að þessu höfðu hvílt á dældunum, tóku að læðast upp og klifra hærra eins og feikistórir kóngulóavefir. — Við verðum að snúa við Patt. Hún leit upp, og andlit hennar varð skyndilega eins og samanherpt

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.