Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 10

Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 10
8 DVÖL — Sannleikurinn er sá, mælti Antoníó. Hún er bara of bíræfinn. Hún blekkir alveg hræðilega. — Ég líka, svaraði ég. Við ætlum að reyna með okkur einu sinni. Við settumst út í horn og byrjuðum að spila. Patt stóð sig ekki sem verst í pókernum. Hún blekkti eins og tryllingur. Eftir stundarkorn benti Antoníó á gluggann. Það snjóaði. Hægt og sígandi féllu hunds- lappirnar nærri lóðrétt til jarðar. — Það er alveg stafalogn, sagði Antoníó. Þá kyngir snjónum niður. — Hve langt getur Köster nú verið kominn? spurði Patt. — Hann er þegar kominn yfir há-fjallið, sagði ég. Samtímis sá ég greinilega fyrir mér, hvernig Köster baksaði gegnum hvíta nóttina, og mér kom það svo kynlega fyrir sjónir, að ég skyldi sitja hér, Köster vera einn á ferð þarna úti og Patt hjá mér. Hún brosti feginsamlega við mér, studdi hendinni með spilunum við borðplötuna og sagði: — Láttu út Robby! Við gengum aftur í barinn og fengum okkur hressingu. Þá voru kom- in háttumál fyrir Patt. Ég bauð henni góða nótt í skálanum. Síðan gekk ég til skrifstofunnar að sækja herbergislykil minn. — Númer sjötíu og átta, sagði skrifstofutátan og brosti. Það var við hliðina á herbergi Patt. Ég fór þangað og sá, að búið var að bera föggur mínar upp Hálftíma síðar barði ég á millihurðina. — Hver er þar? kallaði Patt. — Siðferðisvörðurinn, svaraði ég. Lyklinum var snúið og dyrnar opnuðust. — Þú, Robby, stamaði Patt agndofa. — Ójá. ég sjálfur, herbergisráðandinn og koníaks- og rommeigandinn, sagði ég og dró flöskurnar upp úr vösunum á baðsloppnum mínum. Og segið mér nú umsvifalaust, hve margir karlmenn hafa verið hérna hjá yður. — Enginn nema knattspyrnufiokkurinn og fílharmoníska orkestrið, sagði Patt hlæjandi. Ó, elsku vinurinn, nú lifum við aftur liðna tíð. Hún sofnaði á armi mínum. Ég lá lengi vakandi. f einu horninu log- aði á lampakorni. Snjóflyksurnar snertu mjúklega við glugganum, og tíminn virtist staðnaður í stálgráu húminu. Það var svækjuhiti í herberginu. Patt rótaði sér í svefninum, og ábreiðurnar mjökuðust hægt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.