Dvöl - 01.01.1946, Side 14

Dvöl - 01.01.1946, Side 14
12 DVÖL GUÐMUNDUR DANIELSSDN: ^l/íóci ^Jlciclríanó heiócirci sem var ferskeytla Þið vitið, hvað maður verður stundum að beita mikilli harð- neskju við sjálfan sig til þess að halda áfram, og hvað það get- ur verið freistandi að víkja út af veginum og setjast niður. — Ég var að skrifa stóra bók, og stundum lék allt í lyndi og gaman að vera skáld, en það var margt fleira í tilverunni, sem gaman var að, og flest miklu hægara. — Einn dag i fyrra sumar gekk mér venju fremur erfiðlega, svo ég fleygði frá mér pennanum og labb- aði út. Ég lagði leið mína til aust- urs, eftir aðalgötunni, og það hvíldi skuggi yfir Eyjafjallajökli, og hann hvildi eins og sorg yfir mjallhvítri ásjónu hans uppi á himninum. — Um leið og ég gekk framhjá hrað- frystihúsinu kallaði mótoristinn, kunningi minn til min: „Halló, komdu hingað snöggvast, ég fann nokkuð, sem ég þarf að sýna þér.“ Ég sneri til hægri út af götunni og kom til hans. — „Hvað er það?“ spurði ég. „Komdu Inn í vélasalinn, ég geymi það þar,“ svaraði hann og gekk á undan mér inn í húsið. Hann labbaði út að glugganum, tók upp hálfbrotna skúffu úr eld- spýtnastokki og sýndi mér. „Hvað er þetta “ spurði hann og benti ofan í skúffuna. „Það er skordýr,“ sagði ég, „eitt- hvert útlent skordýr, því það er ekkert innlent skordýr svona stórt. Hefurðu tommustokk?" Hann seildist ofan í vasa sinn og dró upp tommustokk. Við mæld-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.