Dvöl - 01.01.1946, Síða 16

Dvöl - 01.01.1946, Síða 16
14 dv6l barn og meinleysingi? — Þá mundu henni nægja augun. — Oh, ég get alveg séð hana fyrir mér, þegar hún kemur út úr jarðholunni sinni í myrkrinu, — hvernig hún nemur staðar fyrir utan holumunnann og spennir upp fálmarana, — tifar þeim út í loftið hlustandi og spennt, og eftir nokkur augnablik veit hún allt upp á hár: Hún er búin að skynja hvert einasta kvikt kvikindi á tíu til tuttugu ferkíló- metra svæði umhverfis sig, veit hvað þau eru að gera og hvernig bezt verður að þeim komizt, og hvernig ráða skuli niðurlögum þeirra. — Það er þess háttar padda, sem þú hefur fundið. — Hvað ætl- arðu að gera við hana?“ „Gefa þér hana,“ svaraði hann. ,,Ef þú vilt, máttu eiga hana, eða láta hana á safn. Ég hef ekkert við hana að gera, hún bara eyðileggst.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði ég. „Ég ætia að láta hana í betri eldspýtna- stokk, og á morgun hef ég hana með mér til Reykjavíkur og fæ hann Geir Gígju til þess að segja mér hvað hún heitir.“ Ég hafði enn ekki séð á henni kviðinn, en þegar ég var að koma henni fyrir í nýju skúffunni, sá ég hann. Hún hafði andstyggilegan, bleikrauðan kvið með hárum og fá- einum dökkum rákum yfir þvert. — Svo fór ég með hana inn í vinnusalinn, þar sem stúlkurnar voru að flaka. Þær hryllti við henni og gægðust eins varlega og þær gátu ofan í skúffuna og þorðu ekki að koma mjög nálægt. Allar sögðu: „Þetta er ljótasta padda, sem ég hef séð. Guð, hvað hún er and- styggileg!“ — þangað til ég lokaði stokknum, þá fóru þær aftur að vinna, og ég sagði þeim, að á morg- un ætlaði ég til Reykjavíkur til þess að fá að vita, hvað paddan héti. „Komdu aftur, þegar þú ert bú- inn, og segðu okkur það,“ sögðu þær hlæjandi, og ég lofaði því. — Þegar ég kom heim, ýtti ég skúff- unni út úr eldspýtnastokknum og lét hana standa opna í gluggakist- unni hjá mér, svo ég gæti litið á pödduna við og við. Ég þurfti ekki að rísa á fætur til þess, því að skrif- borðið mitt stóð þannig, ég þurfti ekki annað en halla mér til hægri í stólnum, og þá sá ég hana. Það var sólskin þennan dag, og hlýtt af sólu í gluggakistunni, og í sólskin- inu fannst mér paddan enn ægi- legri en í forsælunni, þar sem ég sá hana fyrst. Það var eins og hún hefði þanizt út, og fálmararnir voru stífir og fjaðurmagnaðir og risu í stórum bogum hátt upp úr skúffunni. Allt í einu sá ég fætur hennar hreyfast lítið eitt. Það var ekki um að villast, hún var hálf- staðin á fætur og leitaði nú eftir öruggari klófestu til þess að geta rifið sig upp úr skúffunni og byrj- að sitt djöfullega líferni á ný. — Eða voru þetta aðeins dauðateygj- ur hennar — Já, líklega voru þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.