Dvöl - 01.01.1946, Side 28

Dvöl - 01.01.1946, Side 28
26 D VÖL hvað hún átti að gera. Hún vildi sýna honum vanþóknun sina, en þó ekki missa af kossinum. Þess vegna sat hún alveg kyrr. Og svo kyssti hann hana. Henni fannst það allt öðruvísi en hún hafði búizt við. Henni fannst hún verða föl og máttlaus og gleymdi alveg, að hún hafði ætlað að gefa honum utan undir, og að hann var aðeins fátækur stúdent. En honum komu í hug orð, sem hann hafði lesið í bók um ástalíf konunnar. „Bezt er að gæta þess að láta ekki faðmlögin komast á það stig, að girndin nái valdi yfir manni“. Og hann hugsaði með sér, að það gæti verið erfitt að gæta sín, fyrst einn einasti koss gat haft slík áhrif á mann. Þegar að máninn kom upp sátu þau enn á sama stað og kysstust. Hún hvslaði lágt í eyra hans: — Ég hef elskað þig frá þeirri stund, er ég sá þig fyrst. Og hann svaraði: — Mér hefur aldrei þótt vænt um nokkra aðra konu í heiminum en þig. Andrés Kristjánsson, þýddi. * * * í fangelsi fyrir að myrða sjálfan sig. Maður að nafni Paul Hubert; var tekinn fastur í Bordeaux í Frakklandi og ákærður fyrir morð. Við rannsókn málsins sannaðist sekt hans og var hann dæmdur til dauða. Dauðadómnum var þó seinna breytt í ævilangt fangelsi og var hann sendur til fanganýlendu Frakka á Guiana. Árið 1860, en þá hafði hinn dæmdi maður lokið 21 ári fangavistar sinnar, kom eitt- hvað fyrir, sem olli því, að þetta mál var tékið upp aftur að nýju. — Við nánari rannsókn kom þá í ljós að maðurinn, sem hann hafði verið dæmdur fyrir að myrða, var enginn annar en hann sjálfur.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.