Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 30

Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 30
28 DVÖI Mig minnir, að ég hafi einhvern tímann heyrt talað um það, sem herrann kallar menn. Menn Eftir Toivo Pekkanen Hann kom út úr veitingahúsinu, staðnæmdist snöggvast á gang- stéttinni fyrir framan dyrnar og renndi augunum með fram lág- um og tilbreytingarlausum húsun- um báðum megin götunnar. Það var kvöld í nóvembermánuði — rigning, stormur og kuldi. Þetta var eitt af þessum óhugnanlegu kvöldum, þegar regnið drýpur af öllu, bæði lifandi og dauðu. — Hann gat ekki séð neinn mann á götunni, í hvora áttina, sem hann leit. Á svona kvöldum halda flestir kyrru fyrir heima hjá sér. En það gegndi allt öðru máli um Heikkinen: því verra sem veðrið var, þeim mun eirðarlausari var hann. í hríðum og stórrigningum gat hann alls ekki hamið sig inn- an dyra. Gömul föðursystir hans hafði spáð því, að þessi séreigin- leiki hans myndi verða honum til mikillar ógæfu. Hingað til hafði þó ekki nein ógæfa dunið yfir hann, og sjálfur skýrði hann þetta á annan og nærtækari hátt. Hann ímyndaði sér nefnilega, að hann væri þannig af guði gerður, að hann drægi að sér óveður, rétt eins og þrumuleiðari dregur að sér eldingu. Það kom jafnvel fyrir, að hann gortaði talsvert af þess- um eiginleika í kunningjahópi, því að hann áleit þessi nánu tengsl sín við náttúruöflin bæði sjaldgæf og eftirtektarverð. Það var líka kannski hinn eini eigin- leiki í fari hans, sem fáir menn aðrir voru gæddir. Hann var nýbúinn að borða fá- breyttan kvöldverð í veitingahús- inu, enda fór því fjarri, að hann væri efnaður maður. Maturinn hafði þó verið það undirstöðu- góður, að hann var allvel mettur og sæmilega hlýr innan um sig. Hann langaði ekki til þess að fara að sofa að svo komnu, því að klukkan var ekki nema tíu, og stutt gönguför gat aðeins haft bætandi áhrif á meltinguna. Hann fór sér samt hvergi óðslega. Nú fann hann fyrst, hve óþyrmilega stormurinn og regnið lömdu hann í andlitið og sneru löfin á yfir- frakkanum um fæturna á honum. Hann gekk álútur á móti storm- inum, og þetta göngulag svipti hann öllum virðuleik. Þetta hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.