Dvöl - 01.01.1946, Side 31

Dvöl - 01.01.1946, Side 31
þó ekki neinar óþægilegar afleið- ingar þarna úti á skuggsýnni og mannlausri götunni, nema hvað lögregluþjónn, sem hann mætti, nam staðar og horfði tortryggn- islega á eftir honum. En þar sem Heikkinen gaf honum engan gaum, lét hann málið kyrrt liggja og hélt áfram göngu sinni. Þegar Heikkinen hafði gengið þannig í hálfa klukkustund, mætti hann loks manni, sem ekki var lögregluþjónn. Þar eð þetta gerð- ist í smábæ, þar sem ekki bjuggu einu sinni fimmtán þúsund sálir, var það ekki nein furðuleg til- viljun, að mennirnir þekktust. Óhugnaður haustkvöldsins þokaði þeim nær hvor öðrum, og þeir tóku tal saman. Þeir drógu sig í afdrep bak við húshorn, því að stormurinn næddi án afláts um göturnar. Skammt frá var lítið kaffihús, þar sem fundir eins af félögum bæjarins voru venjulega haldnir. Þaðan barst hljóðfæra- sláttur út um lokaða gluggana. Að öðru leyti var allt hljótt og kyrrt í þessum hluta bæjarins. Flestir bæjarbúar voru sjálfsagt háttaðir. Með hliðsjón af því lækkuðu mennirnir báðir róminn, eins og til að forðast að vekja þá, sem sofnaðir væru. Eftir litla stund komu fáeinir alldrukknir menn út úr kaffihús- inu og gengu í háværum samræð- um fram hjá kunningjunum tveim- ur. Þó höfðu þeir sennilega ekki drukkið sterkari drykki en öl. Þeg- ar þeir voru komnir fram hjá, tók næturþögnin aftur völdin við þessa götu, og mennirnir héldu áfram tali sínu, er fallið hafði niður um stund. Þá tóku þeir eftir, að eitthvað, sem líktist manni, kom út úr myrkrinu drjúgan spöl frá þeim og nálgaðist þá hikandi. Þessi mannvera nam staðar hjá þeim og bað þá um eldspýtu til þess að kveikja í hálfreyktri sígarettu sinni. Heikkinen rétti honum eld- spýtu, og þeir notuðu báðir tæki- færið til þess að virða komumann vandlega fyrir sér. Hann virtist magur og krangalegur og tekinn að reskjast, og þrátt fyrir myrkr- ið, leyndi sér ekki, að hann var í vondum klæðum. í flöktandi bjarmanum frá eldspýtunni glórði í blakkt og hrukkótt andlit hans. Hann tottaði sígarettuna áfergju- lega, þegar honum hafði tekizt að koma eldi í hana. — Tóbakið róar taugarnar bet- ur en allt annað, sagði hann, er hann hafði staðið þegjandi um stund. — Bara verst, að þetta er síðasta sígarettan mín. Þegar hann hafði reykt sigar- ettuna, fleygði hann stubbnum út á götuna og tróð höndunum í vasana. Þótt Heikkinen og kunn- ingja hans virtist ekkert umhug- að að lengja þessafr samræður, stóð hann enn kyrr hjá þeim eins og þar væri einhverja vitund

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.