Dvöl - 01.01.1946, Side 45

Dvöl - 01.01.1946, Side 45
DVÖL 43 ég bókina mína fyrir einn skitinn fimmkall, en heldurðu að þeir aki sér ekki yfir því líka, þetta bölvað ísraels-gyðinga-pakk. Og nú sat ég hér bara og beið eftir því, að einhver skarfur kæmi til þess að borga ölið mitt, og einmitt þá komst þú.“ „Er þetta ný bók, sem þú ert með, Pétur?“ „Ja-nei, nei. Það er samtíningur úr jólaheftum og dagblöðum. Hátíða- lyrik, lygasögur frá Voss, sálmar. Sumt er gott, mest er leirbull og vit- leysa, en þó meira en nógu gott í skríl þann, sem kallaður er lesendur.“ Rétt um þessar mundir var nýr útgefandi, sem Eiricksen hét, kominn til borgarinnar, sænskur fyrverandi prentari og meþódistaprestur. Enn- ig hafði hann selt vafasöm myndabréfspjöld í heildsölu og ferðazt sem sölumaður fyrir Eskilstunajárnvörur. Fjölhæfur, efnaður maður með miklar fyrirætlanir. Hann leigði sér skrifstofur, og réð mann, sem hann kallaði skrifstofustjóra. Einn góðan veðurdag breiddi hann svo úr sér í skrifstofustólnum fyrir framan skrifstofustjórann og sagði:

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.