Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 48
46
DVÖI
þeir vinur hans og útgefandinn inn í skrifstofu forstjórans og settust
í djúpa, skinnklædda hægindastóla.
„Hér er handritið,“ sagði hinn samvizkulausi, ungi maður. „Þetta er
eitthvert djúpúðgasta verk Sivle. Ég hika ekki við að fullyrða, að það
muni valda straumhvörfum.“
Herra Eiricksen vó handritið í lófa sínum, líkt og hann væri að verð-
leggja innihald þess. Svo blaðaði hann í gegnum það, taldi línurnar á
blaðsíðunum og stafina í línunum, og sagði síðan eins og reyndur prent-
arasveinn.
„Þetta getur orðið tíu arka bók.“
„Ellefu, — segjum ellefu.“
„Tíu. Og verðið?“
„Fimmtán hundruð fyrir fyrstu prentun, tvö þúsund eintök, er reyfara-
kaup.“
„Þúsund,“ sagði Eiricksen. „Ekki eyri meira en þúsund.“
Kaupin voru gerð. Vinurinn skrifaði undir samninginn fyrir hönd
Sivle, og óskaði eftir því að fá verðið greitt í einum þúsund króna seðli.
Það fékk hann og gekk státinn fraip úr forstjóraskrifstofunni fram til
Péturs.
„Mállaus," endurtók hann. Sivle var risinn á fætur og leit út fyrir að
vilja segja eitthvað, þegar Eiricksen kom fram fyrir og byrjaði að hneigja
sig fyrir honum. En loks tókst vini hans að teygja hann af stað með sér.
Um leið og hurðin lokaðist að baki þeirra, sprakk blaðran hjá Sivle.
„Hvaða bölvaður loddaraskapur er þetta?“
„Hægan vinur. Mállaus skáld blóta aldrei. En hvað viltu fá fyrir bók-
ina?“
„Bókina? Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um að ég fái peninga fyrir
hana.“
„Ertu ánægður með fimm hundruð fyrir hana?“
Sivle gapti. Hann hafði aldrei fengið svo mikla peninga fyrir nokkra
bók. Hann lagfærði á sér gleraugun og glápti á vin sinn.
„Ertu að gera að gamni þínu, eða ertu sjóðandi vitlaus?"
„Viltu fá sex hundruð krónur?“
„Nei, heyrðu nú, þú skalt ekki standa hér og gera gabb að mér, þó
að ég sé fátækur. Komdu með handritið það snarasta."
„Viltu hafa sjö hundruð krónur, Pétur?“
„Farðu til helvítis. Heldurðu að ég standi hér og láti hafa mig að fífli.
Upp með bókina annars lúber ég þig.“
„Viltu fá átta hundruð Pétur?“