Dvöl - 01.01.1946, Side 54

Dvöl - 01.01.1946, Side 54
52 DVÖL ég vil fylgja þér heim.“ Það var þreklegur piltur á að gizka hálf- þrítugur, sem hreytti þessu út úr sér, í sama bili og þau dönsuðu fram hjá borði mínu. Augu stúlk- unnar höfðu skotið gneistum af reiði, þegar hún heyrði orðin. Og nú sátum við sem sagt hvort and- spænis öðru, og ég hlýddi á frá- sögnina — eða kannske játning- una — af vörum hennar sjálfrar. Og efalaust finnst margri ungu stúlkunni margt af þessu engu síð- ur geta átt við hana. — Kennslukonan okkar horfði enn fast á okkur, þar sem við stóð- um við sætin okkar þögular og skelfingu lostnar. Hver hafði slúðráð um okkur? „Ég vil tala við Ellen og Gunillu, þegar tíminn er búinn“, mælti hún að lokum, og svo var haldið áfram að hlýða yfir. Við tvær vorum ekkert spurð- ar út úr, það var alveg gengið fram hjá okkur, það sem eftir var tímans. Yfirheyrslan í frímínútunum varð ekki löng. Við sögðum frá því, hreinskilnislega og vöflulaust, að við hefðum heimsótt National kvöldið áður og tveir piltar fylgt okkur heim að garðshliðinu. Síðan lá leiðin til skólalæknis- ins til skoðunar, en hann staðfesti aðeins, að „ekkert hefði gerzt“ kvöldið áður. Lítils háttar áminning og fullviss- an um það, að endurnýjun á heim- sóknum í danssali mundi kosta okkur brottvikningu úr skóla, batt endi á frekari ógnir af þeim sök- um hvað okkur snert.. Fimm árum áður hafði ég í fyrsta sinni öðlazt vitneskju um það, hvernig ég í raun og sannleika kom í heiminn. Einn af 15 ára drengjunum á götunni hafði með titrandi röddu trúað okkur fyrir þessu mikla leyndarmáli. Pabbi hefur stöðu hjá trygging- arfélagi, og mamma hefur ein ann- azt heimilið, svo langt ég man. Fjárahgsafkoman hefur ævinlega verið mjög sæmileg, og það er stað- reynd, að uppeldi mínu hefur ver- ið áfátt í ýmsu. Mamma vill ekki heyra það nefnt, að ég taki til hendi við heimilisstörfin, og afleið- ingin er sú, að tómstundir mínar verða talsverðar. Dansinn hefur, síðan ég var 15 ára, eins og fyrr segir, verið helzta tómstundagaman mitt. En mér stóð ótti af umgepgni við karl- menn. Nokkrum sinnum kom það fyrir, að piltur fékk að fylgja mér heim, en hann varð að nema stað- ar við garðshliðið og kveðja þar. Margir reyndu að kyssa mig, en engum heppnaðist það, fyrr en ég var 16 ára. Og mér geðjaðist ekki að því — það kom eitthvert óbragð í munninn og sat þar, svo að mér stóð ógn af, þegar næsti piltur fylgdi mér heim. Svo kom öndvert sumar 1942. Ég hafði hitt 23 ára pilt, sem ég var

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.