Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 59
DVÖL 57 mennirnir létu sér títt um hana. Henni fannst þessi hylli margborga allt það erfiði, sem hún varð að leggja á sig til þess að öðlast hana. Karlmönnunum leizt vel á mann af því að maður var skemmtilegur, og þegar þeim leizt vel á mann, þá var manni boðið út, og það var nú það. Þess vegna reyndi hún — og það með góðum árangri — að vera „skemmtileg." Hún var góður félagi. Karlmönnum þykir mikið varið í góða félaga. Henni lék ekki hugur á neinum öðrum skemmtunum, hvort heldur þær voru fábrotnari eða flóknari. Hún braut aldrei heilann um það, hvort það væri ekki réttara að fást við eitthvað annað. Hugsun hennar — eða öllu heldur hugmyndir hennar, sem voru fastmótaðar — voru algerlega í samræmi við hugmyndir annarra sterkbyggðra, ljóshærðra stúlkna, en meðal þeirra valdi hún sér vinkonur. Er hún hafði unnið í tízkuverzluninni um nokkurra ára bil, varð Herbie Morse á vegi hennar, Hann var grannur, örgeðja, skemmtilegur og með hvikul, brún augu og hafði þann einkennilega vana að naga í ákafa skinnið umhverfis neglur sínar. Hann drakk mikið, það fannst henni skemmtilegt. Hún var vön að hefja samtalið við hann með at- hugasemdum um ástand hans kvöldið áður. „Nei, en hvað þú varst fullur,“ sagði hún flissandi. „Ég var alveg að deyja úr hlátri, þegar þú varst að biðja þjóninn að dansa við þig.“ Hún felldi sig alveg sérstaklega vel við hann allt frá því, er þau sáust fyrst. Henni fannst dásamlega gaman að hinum snöggu, skeytingar- lausu setningum hans, ásamt tilvitnunum hans úr gamanleikjum og trúðsýningum. Það fór um hana sæluhrollur, þegar hann þrýsti mögr- um handlegg sínum um hana, og þá fékk hún ákafa löngun til þess að strjúka hendinni yfir Ijóst, ilmsmurt hár hans. Hann fann það líka, hvernig hann dróst að henni. Þau giftu sig sex vikum eftir að leiðir þeirra lágu saman í fyrsta sinn. Hún heillaðist af þeirri hugsun að vera brúður, og hún gældi við þá tilhugsun og lék sér að henni. Hún hafði áður fengið bónorð, jafnvel þó nokkur, en það voru allt saman feitir, alvörugefnir menn, sem komið höfðu í verzlunina sem viðskiptavinir. Það voru menn frá Des Moines, Houston, Chicago og — eins og hún sagði — jafnvel frá enn þá heimsku - legri stöðum. Henni fannst alltaf eitthvað frámunalega skringilegt við þá hugsun, að búa annars staðar en í New York. Hún gat ekki tekið það sem tilboð í alvöru, að eiga heima einhvers staðar langt vestur í landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.