Dvöl - 01.01.1946, Side 61

Dvöl - 01.01.1946, Side 61
D VÖL 59 DOROTHY PARKER er bandarísk skáldkona, fædd árið 1893, í New Jersey. Hún lagði snemma stund á blaðamennsku og fékkst þá nokkuð við leiklistargagnrýni. En brátt fór hún að yrkja og skrifa smásögur og hlaut skjóta eftirtekt og áðdáun. Hún hefur stundum verið kölluð fyndnasta kona Ameríku. Persónu- legustu einkenni hennar hafa verið ta.lin frábær skarpskyggni og samúð, samfara hvassri dómgreind og fund- vísi á örlagaríkustu atvik í lífi manna. Um þessar mundir er Dorothy Parker, með allra fremstu smásagnahöfundum í Bandaríkjunum, og beztu smásögur hennar eru taldar „Horsie" og „Big Blonde“, sagan, sem hér birtist í ís- lenzkri þýðingu. Sagan er lengri en svo, að fært þætti að flytja hana í einu hefti, og var því horfið að því, að skipta henni í tvö, og mun niðurlag hennar birtast í næsta hefti. á hana. — En þegar hún var gift og lifSi í ró og næði, leyfði hún tárunum að renna óhindrað. Það var henni, sem hafði hlegið svo mikið, óblandin unun að gráta. Allar sorgir urðu hennar sorgir. Hún gat grátið lengi og innilega yfir blaðafrásögn um barnsrán, yfirgefnar konur, atvinnulausa menn, týnda ketti eða trygglynda hunda. Og jafnvel eftir að hún hafði lagt blaðið frá sér snerist hugur hennar um þessar frásagnir, og tárin runnu stöðugt í óstöðvandi straumi niður ávalar kinnar henn- ar. „En hvað það er nú annars mik- ið af sorg og eymd í heiminum, þegar maður hugsar um það, Her- bie,“ sagði hún við mann sinn. „Já, það er alveg satt,“ sagði Herbie þá. Hún saknaði einskis. Hinir gömlu vinir hennar, fólkið, sem hafði leitt þau Herbie saman, hurfu brátt úr lífi þeirra. Þegar hún hugsaði um þetta allt saman, fannst henni það vera eins og það ætti að vera. Svona var hjónabandið. Þetta var friður. En sannleikurinn var sá, að Herbie var ekki jafnánægður með lífið. Fyrst í stað hafði hann þó notið þess að lifa með henni einni. Honum hafði fundizt þessi sjálf- viljuga einangrun ný og yndisleg. En svo fór Ijóminn af því ískyggi- lega snögglega. Honum fannst sem

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.