Dvöl - 01.01.1946, Side 62

Dvöl - 01.01.1946, Side 62
60 DVÖL hann hefði kvöldið áður setið hjá henni í dagstofunni og hefði ekki getað óskað sér neins frekar í þessum heimi, og svo kvöldið eftir var hann búinn að fá nóg af þessu öllu saman. Þetta sífellda veiklyndi hennar fór allt í einu að ergja hann. Þegar hann kom heim og fann hana ofur- lítið hrygga og þreytta, kyssti hann hana fyrst á hálsinn og klappaði henni svo á herðarnar og bað hana að segja Herbie sínum, hvað væri að. Þetta fannst henni yndislegt, en þ>aÖ leið ekki á löngu, áður en honum varð það fullljóst, að þá var aldrei neitt að, ekkert sem snerti hana eða þau. „Ja, hver fjandinn," varð honum þá eitt sinn að orði, „nú ert þú súr aftur. Jæja, allt í lagi. Sittu bara hér og haltu áfram að snökta. Ég fer út.“ Svo skellti hann á eftir sér hurðinni og kom ekki heim aftur fyrr en seint um kvöldið, fullur. Hún var alveg undrandi yfir því, hvernig hjónaband þeirra væri komið. Fyrst voru þau perluvinir, og svo allt í einu — án nokkurs sýni- legs tilefnis — voru þau orðin fjandmenn. Hún skildi þetta ekki. Það varð lengra og lengra milli þeirra daga, er hann fór beina leið af skrifstofunni heim til hennar. Hún leið hinar verstu sálarkvalir og lét sér koma til hugar, að nú lægi hann líklega blæðandi á götunni og hefði verið ekið yfir hann, eða hann væri dauður og búið að breiða yfir hann dúk. Svo hvarf henni óttinn vegna hans smátt og smátt, og í staðinn varð hún niðurdregin og úrill. Þegar hana langaði til þess að vera hjá honum, gat hann víst komið beina leið heim. Hún óskaði þess í örvæntingu, að hann langaði til þess að vera hjá henni. Tímatal hennar markaðist alltaf af því, hvenær hún átti von á honum heim. Klukkan var oft orðin níu, þegar hann kom heim til þess að borða. Hann hafði þá venjulega tekið sér nokkur staup, en er áhrif þeirra liðu frá, var hann með hávaða og aðfinnslur og reyndi að koma þrætum af stað. Hann var alltof taugaóstyrkur til þess að hýrast inni allt kvöldið, sagði hann. Hann hældi sér af því — ef til vill ofsagt — að hann hefði aldrei á ævi sinni litið í bók. „Til hvers ætlastu eiginlega af mér? Á ég að sitja á rassinum hér í þessari kytru allt kvöldið." Og svo skellti hann hurðinni á eftir sér og var farinn. Hún vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera. Hún gat engu um þokað. Hún skildi hann ekki. Hún gat ekki laðað hann til sín. Hún ásakaði hann mjög. Andi heimilisrækninnar hafði gegnsýrt

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.