Dvöl - 01.01.1946, Side 70

Dvöl - 01.01.1946, Side 70
68 D VÖL Dvöl mun framvegis birta í þœttinum „Skráð og skrafað", ýmiss konar samtíning til skemmt- unar og dœgradvalar. Munu þar verða gamlar frásagnir af sér- kennilegum mönnum og undar- legum atburðum, pistlar úr göml- um handritum, skjölum og dag- bókum, munnmœlasögur, skemmti- legar smáklausur úr rituðu máli, eldra sem yngra, o. m. fl. „Dvöl“ heitir á lesendur sína að senda efni í þennan þátt og greiðir vel fyrir stuttar og skemmti legar frásagnir. Prestur einn á Suðurlandi var mjög einkennilegur, til dæmis kunni hann trauðla magamál sitt ef hann komst í góðan mat, því gætti hann þess jafnan að hafa næturgagn með sér til sængur. Eitt sinn gisti hann í Þjórsártúni, og var þar í herbergi við fjórða mann. Er gengið var til náða fór prestur að skyggnast eftir næturgögnum, og fann aðeins eitt, og varð þá að orði: Einn koppur handa fjórum mönnum, hvað er það? Prestur þessi var mjög lífhræddur. en hafði þó yfir stórfljót að fara til ann- exiu sinnar. Það var einu sinni, er prest- ur fór þangað að syngja messu, að fljót- ið var undir ótraustum ís. Að embættun lokinni bauö bóndinn á kirkjustaðnum presti að fylgja honum yfir ána, kvaðst bóndinn sjálfur fara á undan og kanna ísinn, hann mundi teyma hestinn, sem prestur reið á, en svo væri klerki sjálf- um bezt að skríða á eftir, svoleiðis yrði þunginn jafnastur á ísnum. Þetta fannst presti vel ráðið, og skreið hann í spor færleiks síns yfir ána, um km. leið. Prestur þessi messaði sjaldan, og eitt

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.