Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 75

Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 75
D VÖL 73 segja, að honum takist vel með þessa fyrstu bók sína. Hann er auðsjáanlega enginn viðvaningur; mál hans er lifandi, hvergi dautt, heldur er frásögnin hröð, orðavalið mikið og þó í hófi, og mótun persónanna gerð af innileik. Vitanlega er bók þessi engan veginn laus við vankanta byrjandabókar; má í því sambandi til dæmis benda á óheppi- lega kaflaskiptingu á stöku stað (atriði, sem reyndar er oft smekksatriði og kannske ekkert annað), og það, að sam- tölum persónanna er ætlað að lýsa of miklu til þess, að ekki verði óeðlilegur ræðumennskublær yfir þeim. Þetta er þó engan veginn áberandi lýti á verkinu, og ber að líta jafnframt á það sem afleið- ingu þess, að höfundurinn er svo kunn- ugur því, sem hann fjallar um, að hann lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að gefa lesandanum sem gleggsta mynd af því, sögu þess og historiskum tilgangi. Meginkostur bókarinnar hlýtur að sjálf- sögðu að liggja í því, hve höf. er ná- tengdur efni hennar, lífi fólksins á end- urreisnarárum íslenzkrar alþýðu, hverri einstakri persónu sinni í sterkri innlifan og hinum þjóðfélagslegu fyrirbærum í heild. Pólkið annars vegar, — Höllin og Búð- in hins vegar. Þetta eru andstæðurnar sem mest ber á. En það eru til aðrar and- stæður; og þeim hefur höfundurinn ekki gleymt: Andstæðurnar í sálarlífi persón- anna, sem takast á, þegar út í baráttuna er komið; ekki hvað sízt á sviði þjóðfé- lagslegra umbóta. Með þeim málum hef- ir höf. fylgzt af áhuga undanfarna ára- tugi; á þeim vettvangi mun rithöfundur- inn Vilhjálmur Vilhjálmsson óefað njóta sín bezt í enn þá óskrifuðum verkum sín- um. Að þessari bók hans hefur verið langur aðdragandi, — hún er að miklu leyti vottur þess, hversu ritgerðarformið er oft á tíðum þröngt fyrir skapandi sál. Sá, sem heldur á pennanum kýs ekki að skrifa blaðagrein um það sem hann sér og það sem hann finnur með þjóð sinni. Og sagan verður til; skáldsaga með nöfnum, sem enginn kannast við en mönnum, sem eru hvarvetna meðal okk- ar, og margir hverjir eru eða hafa verið brautryðjendur nýrra tíma með þjóð- inni. Einmitt þessa menn þekkir höf., og um þá hefur honum tekizt að skrifa á næsta hrífandi hátt. Elías Mar. Ódáðahraun I.—III. Eftir Ólaf Jónsson. Útgefandi Norðri 1945. Ódáðahraun, — það er dulmögnuð, ógnblandin, seiðandi kyngi í nafninu. Ódáðahraun er land þjóðtrúar og ímynd- unarafls, ævintýra og furöu. Varla munu önnur svæði á landi hér jafnast á við Ódáöahraun að því leyti nema þá helzt Hornstrandir, en þeim hefur stórbrotin náttúra; fjarlægð og furðuleiki gefið dul- rænt seiðmagn. Það mun því margur hafa hugsað gott til þess, þegar út kom mikið rit um Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson, fram- kvæmdastjóra Ræktunarfélags Norður- lands. Það er þriggja binda rit, nálega 1300 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Ekki er ég maður til að dæma um allt í riti þessu. Efnið er fjölbreytt. Þar er rakin könnunarsaga Ódáðahrauns, lýst landslagi og jarðsögu þess, sagt frá úti- legumönnum og tröllum, svaðilförum seinni tíma manna við fjárleitir og fleira og skemmtiferðum höfundar sjálfs. Ólafur er löngu þjóðkunnur fyrir rækt- unarstörf sín. Hann er í fremstu röð þeirra íslendinga, sem nú eru uppi, í því að gera merkilegar og ábyggilegar tilraun- ir um ræktun og jarðyrkju. Það er því allmikil nýjung þegar allt í einu kemur á marlcað þriggja binda rit eftir slíkan mann. Og þetta rit er um efni, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.