Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 3
ga Því aó frelsarinn fœddist Séra Lárus Halldórsson. Gætirðu hugsað þér að lifa án jól- arrna? Hátíðin er nefnd ýmsum nöfnum: Hátíð friðarins og gleðinnar, hátíð bamanna, hátíð gjafanna, kær- leikans og ljóssins. Allt vekur þetta vissar hátíðartilfinningar hjá okkur, líkast til af því að þetta eru óska- draumar sem rætast þó misjafnlega. Lítil böm langar til að verða stór, það er óskadraumurinn. Aldrað fólk dreymir til baka — til bemskuáranna. Reynslan hefur kennt því hversu margs var að sakna. En á jólunum verða allir sem böm og fyllast góðvild og gleði. Jólin tala skýrri rödd um frið ytra sem innra, mikinn fögnuð, ljós í myrkri, dýrð Guðs á jörðu. Svo elskaði Guð, segja þau. En aðeins hinn bamslegi hugur skynjar einfaldleik jóladýrðarinnar rétt. Það fæddist bam. Það var lagt í jötu. Þá ljómaði birta himins yfir örsnauðum íjármönnum. Þá sungu englar um frið á jörðu og gleði Guðs. Því þetta bam var Frelsarinn sjálfur. Hjálp og lausn allra manna. Gjöf Guðs á þessa jörð. Kærleikurinn sjálfur kominn til að taka sér bústað hjá okkur. Gætirðu hugsað þér lífið án jólanna? Valsblaðið 47. árgangur 1995 Utgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg Ritnefnd: Ragnar Ragnarsson, Lárus Ögmundsson og Þorgrímur Þráinsson Ritstjóri: Þorgrímur Þráinsson Ljósmyndir: Árni Gunnar Ragnarsson Utlit og lestur prófarka: Þorgrímur Þráinsson Litgreiningar: Litróf Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Bókband: Flatey hf. — Við höldum hátíð. Ekki veislu eða „einhverja hátíð”, heldur fæðingar- hátíð Frelsarans. Heilög jól minna á verk Guðs í mannheimi. Ljós Guðs í dimmunni. Líf Guðs í köldum heimi. Hjálpræðisgjöf hans. Og þetta er engin draumsýn. Synd og þjáning og dauði eru ekki draumsýnir. Frelsun frá þessu ekki heldur. Sú er lífsreynsla ljöl- margra á þessum jólum. Þeir gleðjast í Drottni. Jólin segja þér þetta: Guð er kominn. Hann hefur gefið okkur líf. Þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefur soninn, hefur lífið. Jesús Kristur er ekki gömul saga. Hann er sífellt í nútíð. Hann er meira en ungbam í jötu. Hann er einnig sá sem dó okkar vegna og reis upp og lifir. Hann kemur til að búa hjá þér og gefa þér ljósið sitt. Hann er kominn. Það segir öll kristin boðun þér í orði og verki, bæði á jólum og alla aðra daga. Eg mun sjálfur búa hjá þeim, segir hann. Guð lífsins er nálægur veruleiki, íklæddur mannlegri mynd, kominn til að lifa okkar lífi, deyja okkar dauða og sigra í okkar stað með upprisu- mætti sínum. Hann ber okkar byrðar, bjargar frá synd og glöpum og gefur líf sitt og sigur. Þess vegna höfum við heilaga hátíð og fögnum komu Frelsarans. —Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur. Guð gefi þér gleóileg jól!

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.