Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 14

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 14
Besti leikmaður: Gunnar Einarsson Besta ástundun: Brynjar Sverrisson Mestu framfarir: Halldór Hilmisson Þjálfari 2. flokks karla var Hilmar Sighvatsson 3. FLOKKUR KARLA Það voru um 18 strákar sem æfðu með flokknum að jafnaði og var æfingasókn mjög góð. Strákamir stóðu sig frábærlega í sumar. Þeir kornust í úrslitakeppni Islandsmótsins og í úr- slitaleikinn í bikarkeppninni. Liðið hefði jafnvel getað náð enn lengra en meiðsli lykilmanna í liðinu settu strik í reikn- inginn. Að jafnaði voru 6-7 leikmenn af yngra ári í byrjunarliði og segir það meira en nokkur orð um styrkleika þessa árgangs. Liðið ætti því að verða ennþá sterkara á næsta ári. Þrír af leikmönnum liðsins léku með drengjalandsliðinu á þessu ári og aðrir þrír eru máttarstólpar í drengjalands- liðinu sem valið var í haust. Alls fengu ellefu leikmenn að æfa og spila með landsliðinu og undirstrikar það hversu ungt liðið er. Andinn í hópnum hefur verið frábær og framfarir á einu ári ótrúlega miklar en liðið hefur breyst úr meðalliði í eitt af 5 bestu liðunum á landinu. Það er engin spuming að í þessum flokki em margir af leikmönnum framtíðarinnar því auk þess að vera góðir knattspyrnumenn þá em þessir strákar duglegir og með gott hugarfar sem á eftir að skila sér í framtíðinni. Besti leikmaður : Jóhann Hreiðarsson Besta ástundun: Arni Viðar Þórarinsson Mestu framfarir: Kristinn Geir Guðmundsson Bemburgskjöldurinn: Auðunn Jóhannsson Lollabikar: Matthías Guðmundsson Þjálfari flokksins var Þorlákur Árnason 4. FLOKKUR KARLA Flokkurinn tók þátt í Reykjavíkur- mótinu innan- og utanhúss, íslands- mótinu innan- og utanhúss og Haust- mótinu. í Reykjavíkurmótinu innanhúss hafnaði liðið í 2. sæti, en utanhúss hafnaði A-liðið í 3.-4. sæti og B-liðið í 4. sæti. Kristbjörg Ingadóttir lék vel með Val í sumar og varð markahæst í liðinu. Hér er hún í bikarúrslita- leiknum gegn KR þar sem Valur sigraði, 1:0. í íslandsmótinu inni lenti liðið í 2. sæti. í íslandsmótinu utanhúss hafnaði A-liðið í 2.-3 .sæti í sínum riðli og komst í úrslitakeppnina en náði ekki alla leið. B-liðið lenti í 3. sæti í sínum riðli. Skemmst er frá því að segja að árangur liðsins hefur verið afar góður þó fyrsta sætið hafi látið á sér standa. I haustmótinu lenti A-liðið í 3. sæti í sínum riðli. B-liðið vann sinn riðil og lék til úrslita gegn Fjölni en beið ósig- ur eftir vítaspymukeppni. Besti leikmaður: Ólafur H. Gíslason Besta ástundun: Jóhannes H. Sigurðsson Bestu framfarir: Steinarr Guðmundsson Þjálfari flokksins var Kristján Guðmundsson. Um mitt sumar var Kristján ráðinn sem þjálfari hjá 2. deildarliði ÍR og þá tók Guðmundur Árnason við liðinu. 5. FLOKKUR KARLA Flokkurinn tók þátt í nokkmm móturn í ár. Fyrsta mótið var Reykja- víkurmótið og lenti flokkurinn neðar- lega. Á Essomótinu á Akureyri tóku bæði A- og B-lið þátt og hafnaði A- liðið í 8. sæti, en B-liðið í því 11. Islandsmót: A-lið: 10. sæti í riðlinum B-lið: 10. sæti í riðlinum C-lið: 10. sæti í riðlinum Árangur í mótum í sumar hefði getað verið betri því að í flokknum eru margir efnilegir og góðir strákar. Besti leikmaður: Steinþór Gíslason Besta ástundun: Svanur Kristjánsson Mestu framfarir: Bjarni Ágústsson Fyrsti þjálfari flokksins var Matthías Hinriksson en hann hætti störfum í janúar og tók aðstoðarmaður hans Svanur Snorrason við þar til Tómas Ingason og Árni Guðmundsson voru ráðnir til að stýra flokknum seinni hluta Islandsmótsins. 6. FLOKKUR KARLA Rúmlega 30 strákar æfðu með 6. flokki og var æfingarsókn ágæt. Þó vantaði allt of marga leikmenn á Pollamótið í ágúst vegna sumarfría. Árangur liðsins var ágætur í öllum liðum en flokkurinn er mjög jafn að getu og lítill munur á milli A-, B- og C-liða. Stærðin, eða öllu heldur smæðin, háir flokknum svolítið getu- lega séð en strákamir em þó mjög góðir með bolta og hafa góðan skiln- ing á leiknum. Hilmar Sighvatsson, sem er hér í baráttunni við Ólaf Þórðarson ÍA, Iék vel með Val í sumar en hann mciddist um miðbik mótsins. Besti leikmaður: Þór Steinar Ólafs Mestu framfarir:Stefán Þórarinsson Besta ástundun: Ólafur K. Jónsson Þjálfari flokksins var Þorlákur Árnason 7. FLOKKUR KARLA Þegar tímabilið hófst var frekar fátt á æfíngum, 12-14 strákar, en fjöldinn jókst smátt og smátt. I lok sumars var ijöldinn á æfingunum orðin 40 strákar og Qölgaði mikið seinni part sumars. Æfingasókn hefur verið ágæt. Flokkurinn tók þátt í tjórum mótum. Vormót Víkings: Árangur ekki nógu góður. Viðeyjarmót: A-liðið lenti í 3. sæti og B-liðið í 6. sæti. Hnokkamót Stjömunnar: A-liðið lenti í 5. sæti, sem er góður árangur, og B-liðið hafnaði í 14 .sæti. A-liðið skoraði 23 mörk í mótinu gegn 4.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.