Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 9

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 9
Ólafur Stefánsson skorar gegn KA í einni af úrslitaviðureignunum um Islandsmeistaratitilinn. Bræðurnir Erlingur og Jón Kristjánssynir fylgjast með. Er hægt að bera Valsliðið í dag saman við liðið sem varð íslansmeis- tari í maí síðastliðnum? „Liðið er áþekkt nema hvað það vantar Geir Sveinsson sem var mikill leiðtogi innan vallar og þjappaði okkur saman — sérstaklega vamarlega. Hann var þungamiðjan í vamarleiknum og auðvitað væri gott að njóta krafta hans ennþá. Aðaláherslupunktamir í liðinu eru þeir sömu og í fyrra.” Telurðu að Valur og KA muni aftur berjast um Islandsmcistara- titilinn? „Það gæti alveg orðið en hins vegar er svo langt þar til línumar fara að skýrast á mótinu. Afturelding og Selfoss eiga örugglega eftir að hala inn fleiri stig þegar líður á mótið.” Ertu með einhver tromp á hendi sem þú munt spila út þcgar út í úrslitakeppnina er komið? „Eg reyni að byggja liðið þannig upp að við þekkjum hver annan sem best. Eg er mótfallinn því að koma með eitthvað óvænt á síðustu stundu því þaö gæti hreinlega splundrað liðinu ef það gengur ekki upp. Ég vil trúa því að við séum bestir og að and- stæðingar okkar þurfi að koma með eitthvað óvænt til að eiga möguleika á að leggja okkur að velli. Ef við leikum okkar besta leik á það að duga til að bera sigur úr býtum. Við erum með 3- 4 vamarafbrigði sem við beitum eftir því hverjir andstæðingamir em.” Heldurðu að andlegur styrkur leikmanna Vals sé meiri en and- stæðinganna í ljósi þess hver árangurinn hefur verið? „Það hjálpar að hafa sjálfstraustið í lagi en menn geta líka orðið kæru- lausir gegn lakari liðum og hreinlega haldið að hlutimir gangi upp af sjálfu sér.” Eru góðir strákar að koma upp í meistaraflokk? „Það er oft erfitt að gera sér grein fyrir styrkleika stráka á aldrinum 15- 17 ára og meta hvort þeir nái „í gegn”, þ.e. að komast í meistaraflokk. Það kostar óhemju vinnu að þroskast frá því að vera efnilegur í að vera góður. Það er ekki öllum gefið og veltur framhaldið oft á karakter viðkom- andi.” Sumir vilja meina að handknatt- leikur á Islandi hafl farið niður á við síðustu árin, ertu sammála því? „Ég held að handboltinn sé hvorki betri né verri en áður en íþróttin hefur mætt mikilli samkeppni frá umhverfínu, öðram íþróttagreinum og skemmtunum. I ljósi þess fáum við ekki eins áberandi einstaklinga úr yngri flokkunum sem gætu verið arf- takar Sigga Sveins., Kristjáns Arasonar eða Alfreðs Gísla. Kannski vantar okkur fleiri „töframenn” í boltann til að laða enn fleiri áhorf- endur að. Gæði handboltans eru svipuð og áður og það eru margir góðir og jafnir leikmenn að spila í deildinni.” Truílar það þig ekki að vera í landsliðinu? „Jú, það gerir það. Ég ætla að draga mig í hlé frá landsliðinu, að minnsta kosti fram á sumarið. Ég er mjög sátt- ur við það þótt ég vilji ekki gefa út endanlega yfirlýsingu um að ég sé hættur. Ég gæti þess vegna byrjað að spila með því aftur eftir tvö ár, ef því er að skipta. Persónulega hefur mér alltaf þótt miklu skemmtilegra að spila með félagsliði en landsliði. Þátttaka með landsliðinu er ákveðin aukavinna og gefur mér ekki eins mikið og mörgum öðrum. Ég vil frekar eiga góðar stundir í fangi fjölskyldunnar og láta hana og Val vera í fyrirrúmi.” Var það gott eða slæmt fjárhagslega að Valur skyldi ekki komast lengra í Evrópukeppni meistaraliða? „Mér heyrist á mönnum að frekari þátttaka hefði getað orðið erfið ijárhagslega. Við hefðum komist í fjögurra liða riðlakeppni þar sem er leikið á miðvikudögum. Það hefði þýtt þrjár utanlandsferðir sem tækju nánast alla vikuna og það er ekki svo gott fyrir menn að stinga af úr vinnu eða námi á þeim tíma. Auk þess era flug- fargjöld í miðri viku mun dýrari en um helgar. Hins vegar held ég að það sé rétt að taka þátt í Evrópukeppni því það skipar Val ákveðinn sess í Evrópu. Auk þess sem það getur verið góð auglýsing fyrir þá leikmenn sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér erlendis. Okkur hefur tekist að halda í okkar ungu menn, að hluta til vegna þess að þeir hafa getað sannað sig með Val í Evrópukeppninni. Það er örugglega tímaspursmál hvenær Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson vilja reyna fyrir sér erlendis.” Hvernig hefur þú verið að spila miðað við áður? „Ég er ekki eins gráðugur og áður, sem er eðlilegt. Ég gæti ekki farið fram á það við leikmenn að spila agað og verið svo að láta vaða í tíma og ótíma. Ég skora minna fyrir vikið og tek ekki sömu áhættu. Þetta er ágætis tilbreyting og það er gaman að velta leiknum fyrir sér með öðrum hætti en áður.” Jón skipti yfír í Val frá KA árið 1987 en hann lék með knattspymuliði KA til ársins 1989 og varð reyndar Islandsmeistari það ár. „Já, ég er orðinn meiri Valsari en KA maður.” Aðspurður um það hvort hann væri fluttur til Reykjavíkur fyrir fullt og allt sagðist hann vera óviss í þeim efnum. Hann saknar ekki fótboltans, segist fá útrás í honum sem upphitun fyrir handboltaæfingar. 9

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.