Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 20

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 20
Jón Zoéga, Ragnar Ragnarsson og Reynir Vignir, formaður Vals, báru hitann og þungann af þeirri sjálfboðaliðsvinnu sem þurfti að inna af hendi við breytingar á búningsaðstöðu í gamla íþróttahúsinu, Gjörbreyting verður á allri vinnuaðstöðu fyrir starfs- menn deildanna þegar framkvæmdunum lýkur og skrif- stofuhúsnæðið verður tilbúið. Næstu skref! Reynir Vignir, formaður Vals, upplýsir Valsmenn um næstu framkvæmdir að Hlíðarenda Breytingarnar í anddyri íþrótta- hússins tókust vel. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að töluverðar umbætur hafa átt sér stað í húsakynnum Vals að Hlíðarenda og sömuleiðis hafa framkvæmdir átt sér stað við gamla ilugvallaveginn við hlið æfínga- svæðisins. Valsblaðið hitti Reyni Vignir, formann Vals, að máli og innti hann eftir næstu skrefum í framkvæmdum að Hlíðarenda og hvað hefði verið gert upp á síðkastið. ,Við höfum þegar sótt um íjárveitingu til Reykjavíkurborgar til að klára að fylla upp í svæðið við flugvallaveginn og stækka þar með æfingasvæðið til muna. Það á eftir jafna út efnið, sem er búið að keyra þangað, og leggja annað efni ofan á það. Síðan þarf að undirbúa dren- lagnir og lagningu grass. Þá viljum við kanna möguleika á því að breikka stóra íþróttahúsið til muna þannig að hægt verði að koma áhorfendabekkjum fyrir beggja vegna vallarins og jafnvel skipta húsinu í tvo æfingasali þegar þess gerist þörf. Þessar hugmyndir eru reyndar nýjar og á byrjunarstigi en eru mjög áhugaverðar. Næsta skref varðandi húsnæðismál félagsins er síðan að flytja skrifstofu félagsins og aðstöðu deilda á hæð- ina fyrir ofan gömlu búningsklefana. Sú framkvæmd fer í gang um leið og við eigum fyrir henni. Þá verður líka hægt að ljúka við samkomu- salinn okkar því salerni, fatahengi og inngangur í hann verða í þessum áfanga Samkvæmt samþykktu aðalskipu- lagi Hlíðarendssvæðisins á að breyta aðkeyrslunni að svæðinu. Hún á að verða frá Flugvallarvegi. Sunnan við aðalkeppnisvöllinn verða bíla- stæði og aðkeyrslan þaðan að húsum félagsins. Þessar framkvæmdir eru okkur að kostnaðarlausu því Reykjavíkurborg á að framkvæma þær samkvæmt samningi. Eftir að verktaki lyfti þakinu af gömlu búningsklefunum, og byggði ofan á þá, tókum við við húsnæðinu fokheldu. Mikil sjálfboðaliðsvinna var innt af hendi við að standsetja búningsaðstöðuna og setja í hana nýtt loft. Aðstaðan var síðan tekin aftur í notkun í byrjun septem- ber,breytt og endurbætt og hefur vel tekist til við framkvæmdirnar. Töluverðar framkvæmdir hafa átt sér stað í anddyri íþróttahússins í haust og er öll aðstaða fyrir húsverði, iðkendur og áhorfendur mun betri en áður. Komin er aðstaða fyrir miðasölu og allt er orðið mun rýmra og snyrtilegra en áður var. I ársbyrjun 1995 lukum við framkvæmdum við það sem við köllum félagsheimili ásamt góðu eldhúsi með fullkomnum tækjum. Núna getum við tekið á móti fólki og boðið upp á salarkynni eins og þau gerast best.” 20

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.