Valsblaðið - 01.05.1995, Page 28
Magnús Sigurðsson
Minni-bolta
Magnús Sigurðsson.
Magnús, sem er 11 ára, segist vera
alveg gallharður Valsari. Hann leikur
með Minni-boltanum og 7. flokki.
„Okkur hefur gengið ágætlega í
Minni-boltanum en erum reyndar í B-
riðli. I síðustu túmeringu vomm við
jafnir að stigum og efsta liðið en með
lakari stigatölu. Við komust vonandi
upp í A-riðil næst. Okkur gengur ekki
eins vel í 7. flokki. Ég leik yfirleitt
sem bakvörður og skora stundum 5
stig í leik, stundum 10 og stundum
20," svarar hann aðspurður.
Eftirlætisleikmenn Magnúsar í
NBA-deildinni eru Jordan, Shaq og
Hardaway. „Já, ég fylgist vel með
NBA-deildinni enda spila bestu leik-
menn heims þar. Samkeppnin um að
komast í lið hjá okkur er ekkert rosa-
leg. Yfirleitt fá allir að spila. Jú, jú, við
erum allir með NBA takta og margir í
flokknum eiga framtíðina fyrir sér. Við
æfum sex sinnum í viku."
Magnús segist vera ánægður með
Val sem félag og vill litlu breyta.
„Það mættu svo sem vera betri
íslenskir leikmenn í meistaraflokki
Vals í körfubolta. Ég væri alveg til í
að fá Herbert Arnarson eða Teit
Örlygsson í Val." Ahugamál
Magnúsar snúast öll um boltann og
fátt annað kemst að um þessar mundir.
„Ég er bara oft að hanga með vinum
mínum, eða þá að við leikum okkur í
körfu," sagði þessi skemmtilegi körfu-
boltamaður að lokum.
Agúst S. Björgvinsson
Drengjaflokki
Það er alveg ljóst að Ágúst S.
Björgvinsson á eftir að ná langt í
körfubolta ef fram heldur sem horfir.
Hann æfir með þremur flokkum þegar
hann kemur því við, drengja-, unglinga,
og meistaraflokki. „Reyndar æfi ég
bara með meistaraflokki þegar ekki
eru æfingar með hinum flokkunum.
Við vorum reyndar sjö strákar úr
drengjaflokknum sem æfðum með
meistaraflokki á undirbúningstíma-
bilinu þannig að Valur ætti að eiga
framtíð fyrir sér í körfunni. Ég er
þeirrar skoðunar að við séum með
besta liðið á landinu í drengjaflokki
og við ættum að geta orðið íslands-
meistarar. Við lentum í 3. og 2. sæti í
þeim túrneringum sem eru búnar við
ætlum að gera betur en það.
Ágúst er af hinni svokallaðri NBA-
kynslóð sem margir bíða spenntir eftir
að sjá leika í Urvalsdeildinni. „Já, ætli
áhuginn á körfu hafi ekki kviknað
fyrir alvöru þegar maþur fór að fylg-
jast með NBA boltanum. Clyde
Drexler er í uppáhaldi hjá mér."
Mikil samkeppni er um að komast í
leikmannahópinn í drengjaflokki en
það ætti að vera af hinu góða. Við
erum sextán góðir að slást um þau tólf
sæti sem eru laus í hverjum leik en
það eru um þrjátíu strákar að æfa með
A- og B-liðunum. B-liðið leikur í 2.
deild. Baráttan er erfið en bæði
heiðarleg og skemmtileg. Ef hópurinn
heldur svona áfram ættu margir úr
honum að ná langt."
Ágúst lætur sér ekki nægja að æfa
með þremur flokkum því hann mætir
niður að Hlíðarenda í hádeginu eins
oft og hann getur og skýtur villt og
galið á körfumar í litla íþróttasalnum.
„Biynjar, Bergur og fleiri strákar
mæta stundum líka en þetta þarf til ef
menn ætla sér að ná langt."
Körfuboltakappinn er almennu-námi
í Iðnskólanum en hann hyggur á nám
á íþróttabraut í Fjölbrautaskóla
Breiðholts. Að svo búnu langar hann
til Bandaríkjanna. „Ég gæti hugsað
mér að breyta til og taka síðasta árið,
til að öðlast stúdentspróf, úti. Ég held
að það sé hægt en á eftir að athuga
það nánar. Það væri líka gaman að fá
að spreyta sig úti í körfu en boltinn
þar er allt annar en sá sem við spilum
hér heima."
Ágúst S. Björgvinsson.