Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 25
miðverðir, lögréttumenn, sem voru afturverðir og lögsögumaður, sem var markvörður. Enginn þeirra barðist löglega, allir vildu skara eld að sinni köku og maka krókinn. Hver um sig vildi koma boltanum í mark fyrir sig sjálfan án þess að hugsa um hina. Og þá kom Hákon og skaut þeim ref fyrir rass og náði af þeim boltanum og náði marki og í 656 ár höfum vér orðið að líða fyrir þessi glappaskot forfeðranna. Nú er vér fáum fullveldi, og fáum boltann aftur til meðferðar, þá mun hið nýja ríki blómgast að sama skapi sem hinar nýju kynslóðir æfa sig rétti- lega í þessum dyggðum, sem heyra til leikvellinum, en eru þó nauðsynlegri í þjóðlífinu og er þjóðinni lærast þær ekki mun fúllveldi voru og sjálfstæði meiri hætta búin en nokkur getur gjört sér ljósa grein fyrir. Þess vegna gleður það mig að öll hin unga Reykjavík hefur fengið brennandi áhuga á þessari fögru og gagnlegu iþrótt og markmið vort, sem erum í þessu fótboltastarfi, á að vera a nota þessa íþrótt rétt, ekki svo að það verði höfúðmarkmiðið að vinna sér “horn” eða aðra góða gripi (bikara) að sigurlaunum einstakra leikja, því að ef vér höfum ekki komið auga á hina uppalandi, göfgandi og menntandi þýðingu leiksins og leikum hann aðeins oss til fordildar og stundar- gamans, þá munum vér sem heimsku- laun fá hom og klaufir með svo setja oss í tignarröð með rymjandi nautum, heldur eigum vér að vinna að þessari íþrótt svo að það verði höfúðmarkmið vort að verða við hana betri menn, þéttir á velli og þéttir í lund, þoigóðir, einbeittir viljafastir með hrein og óeig- ingjöm markmið og fúsir til að vinna saman í samræmi um það besta og dýrðlegasta sem vér komum auga á. — Þér kæru vinir, heldur séra Friðrik áfram, sem nú eruð frömuðir þessarar íþróttar í öllum eldri deildum hér í bæ, iðkið hana áfram svo að hinir ungu sem fylltir em af brennandi áhuga fyrir henni geti lært af yður að leika rétt og leika með áhuga, staðfestu, sjálfsafneitun og göfugu drenglyndi. Með því vinnið þér hið mesta gagn æskulýð höfúðstaðar vors og þjóðar, vorra yfirhöfuð. Kennið þeim fegurð og réttlæti, trúmennsku og hlýðni við lög listarinnar, hreinleika og ljúflyndi ásamt kappi og atorku, því að ef þetta innrætist vel á leikvellinum mun það verða kröftugt meðal til þess að móta lundemi (karakter) þeirra og fram- komu í hinu opinbera lífi.” Máli sínu lýkur hann með því að áma öllum þessum félögum alls góðs og allrar sæmdar og hinnar mestu ánægju af sérstarfi og samstarfi í bráð og lengd og óskaði svo að lokum að allir stæðu upp og hrópuðu ferfalt húrra fyrir fótboltaíþróttinni. Við ýmis önnur tækifæri lét séra Friðrik orð falla um knattspymuna á svipaðan hátt. Við vígslu leiksvæðis sem KFUM hafði fengið til umráða frá bæjarstjóm Reykjavíkur árið 1912 segir hann m.a.: „Nú höfum vér þá ágætt leiksvæði og tvö fótboltafélög innna KFUM (Val og Hvat). Ef einhver kynni nú að spyrja hvort þessi félög séu sam- rýmanleg anda og starfsemi félagsins þá segjum við hiklaust: „Já”. Allar íþróttir og útileikir o.s.frv., allt það sem í daglegu tali er kallað sport, getur vel samrýmst anda og tilgangi félagsins ef þess er aðeins gætt að það verði ávallt hið annað í röðinni, aldrei höfuðatriði, aldrei takmark. Allt slíkt á að styrkja oss til staðfastari baráttu í lífinu og er því ágætt uppeldismeðal.” Síðar segir hann svo: „en ef vér helg- um Guði þennan leik, má ekkert ósæmilegt eiga sér stað á leikvelli vorum. Leikurinn óprýkkar við allt ósæmilegt. Hér á þessum leikvelli má aldrei heyrast ljótt orðbragð, ekkert blótsyrði, engin keksni, engin særandi orð, enginn gárungaháttur né háreysti.” Úr þessari vígsluræðu séra Friðriks era tekin orð þau sem eru á brjóstmynd hans á félagssvæði Vals, sem era á þessa leið: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.” Síðar í ræðunni kennir hann þeim að forðast orðskrípi og segir: „Nefnið markið mark en ekki „gull”, sem er afbökuð enska. Látið aldrei heyrast orðskípi eins og t.d. „Halfbak” eða „harðbak” eða „fúllbak”, slíkt er ósæmilegt. Þá fimm fremstu nefnum vér framherja, þá þrjá næstu í röðinni miðmenn, þá koma þar fyrir aftan bakverðir og markvörður stendur í marki. „Öll mikilmennska, mont og yfirlæti sé langt frá yður. En hógværð og lítillæti sé prýði og aðalsmerki hinna bestu. Mörg önnur heilræði og áminningarorð eru að finna í þessari ræðu en þau verða ekki rakin hér frekar, enda geta menn lesið þessa ræðu því hún var sérprentuð ásamt ljóðaflokki sem séra Friðrik samdi á sínum tíma um útilíf pilta í KFUM árið 1912. Þó skulu hér tilfærð orðin sem vora yfirskrift yfir ræðu þessari og tekin eru úr I. Korintubréfi 16. 13, og eru á þessa leið: „Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kærleika gjört.” (Arni Sigurjónsson tók saman og flutti vorið 1994 þegar Haukar heimsóttu Friðrikskapellu) Fjölbreytt starfsemi, í anda séra Friðriks, fer fram í kapellunni. Valskórinn söng þar hinn 13. desember, á árlegu aðventukvöldi.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.