Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 27

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 27
Steinþór Gíslason 4. flokki í fótbolta Steinþór Gíslason verður 12 ára 27. desember. Hann lék með 5. flokki síðastliðið sumar en gengur nú upp í 4. flokk. Hann er miðjumaður og segir að flokknum hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel á síðustu leiktíð. „Það er ekki mikil samkeppni núna í 4. flokki," segir Steinþór. „Við erum nokkrir að ganga upp en samt erum við ekki nema um tuttugu á æfingum. Það hætta svo margir í fótbolta í 4. flokki, fá leið eða eitthvað. Ætli það séu ekki svona sex strákar sem eru verulega góðir í 4. flokki en hinir lakari. Okkur vantar því meiri breidd en auðvitað geta menn alltaf bætt sig. Við erum með nýjan þjálfara núna sem heitir Páll Sveinsson og mér líst mjög vel á hann. Annars erum við eiginlega nýbyrjaðir að æfa aftur og það er bara tvisvar í viku. Við erum búnir að kvarta því við viljum æfa oftar. Reyndar erum við einu sinni í viku í eróbikk og það er þrælgaman. Síðastliðinn vetur æfðum við ijórum sinnum og það er alveg passlegt á vetuma. Það eina, sem mætti breytast hjá okkur, er að við fengjum stundum að æfa í stóra salnum. Það er miklu skemmtilegra." Steinþór segist bara vera í fótbolta en hann er nýfluttur í Fram-hverfið. Hann hló bara þegar ég spurði hvort hann ætlaði þá ekki í Fram. „Það kemur ekki til greina. Annars er ég stundum að leika mér í handbolta og körfúbolta en það er meira í gríni. Við hittumst bara vinimir og leikum okkur." Steinþór Gíslason. Magnús Jóhannesson. Magnús Jóhannesson 6. flokki í handbolta Magnús Jóhannesson, sem er 11 ára, segir að flokknum hans hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel á síðasta keppnistímabili og heldur ekki núna. „Við emm ekkert rosalega margir sem æfum, mest svona tuttugu. I síðustu túmeringu lentum við í næst síðasta sæti í okkar riðli en við ætlum að gera betur næst." Magnús leikur sem skytta vinstra megin en hann segir að samkeppnin um sæti í liðinu sé ekkert rosalega mikil. „Mér hefur svo sem gengið ágætlega. Eg hef verið að skora 2-3 mörk í leik." Handboltakappinn segist vera ánægður með þjálfarann, hann Nonna, en stundum sé dálítið mikið þrek á æfingum. „Annars er það allt í lagi því þá verðum maður bara sterkari og kemst í betri æfingu." Magnús hefur ekkert velt því sérstaklega fyrir sér hvert hann stefnir sem íþróttamaður enda nægur tími til þess. „Vonandi kemst ég í meistara- flokk. Annars er ég líka í fótbolta, í 5. flokki. Ég veit ekki hvort ég vel hand- boltann eða fótboltann í framtíðinni.. Ég spila á miðjunni eða frammi í fóboltanum. Við æfúm þrisvar í viku í hvorri grein þannig að það er nóg að gera hjá mér. Ég á engin sérstök áhugamál fyrir utan íþróttimar. Heima spila ég stundum á spil eða horfi á sjónvarpið." Aðspurður um það hvort eitthvað mætti betur fara í félaginu sagði Magnús. „Kannski mættu peninga- málin vera betri. Og svo finnst mér við leika í allt of litlum stuttbuxum!" 27

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.