Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 17
Lolli og Valsbros lék um varir hans. Snjáðar Lee Cooper gallabuxur huldur fætur „Kattarins” sem mega muna sinn fífil fegurri. Íþróttasíður Dagblaðsins blöstu við á skemlinum við sjónvarpsstólinn. Pall Mall pakki þar við hlið. Lýsing frá handboltaleik ómaði í útvarpinu en fréttaþulurinn var hljóður á skjánum. Á veggjunum blöstu við myndir sem minntu á góða tíð. Lolli og Péle voru á náttborðinu, Lolli og Ásgeir Sigurvinsson við hliðina á mynd af föður Lolla og í seilingarijarlægð við Krist á kross- inum. Lolli, Albert Guðmundsson og Magnús Bergsteinsson fyrir ofan gamla plötuspilarann og Lolli og tvíburamir Guðmundur og Ólafur Brynjólfssynir, leikmenn meistara- flokks, brostu fyrir ofan sjónvarpið, svo fátt eitt sé nefnd. íslandsmeistarar Vals í knattspymu árið 1987 héngu fyrir ofan rúmið. „Það er gott að sofa undir þessu liði,” segir Lolli og röddin ber vott um aðdáun. „Þetta var úrvals- lið, öndvegisstrákar.” — Hvað dreymir þig helst undir myndinni? „Fótbolta. Maður lifandi. Stundum vakna ég upp við það að ég er að skalla vegginn, búinn að rispa mig á enninu í látunum. Það eru samt smá- munir.” — Hvernig líður þér í dag, Lolli? „Eg hætti í vinnunni fyrir tveimur dögum eftir tíu ára starf hjá Sigurði Guðjónssyni lögfræðingi og Vals- manni. Fætumir sögðu stopp og ég get ekki meira. Ég er búinn að vera í snatti fyrir hann á þessum árum, í tvo tíma á dag, þannig að ég er ekki enn búinn að átta mig á breytingunum. Kannski verður þetta til þess að ég fari meira út að Hlíðarenda.” — Kemstu af fjárhagslega úr því þú þarft að hætta að vinna? „Ég á smá varasjóð. Hann dugar mér eitthvað. Launin dekkuðu húsaleigu og matarkostnað en ellilífeyrinn er svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir.” — Eru gömul knattspyrnumeiðsli að plaga þig? „Já, það er engin spuming. Samt hefði ég ekki viljað missa af þessum ámm. Það kemur fátt í staðinn fyrir gamlar minningar. Ég gekk í Val 1929. Spilaði minn fyrsta leik með 3. flokki 1931 og hætti 1951, þá 34 ára gamall. Ég var farinn að þurfa að nota gleraugu þannig að það var sjálfgefið 1 A sextugsafmæli Lolla. Albert Guðmundsson, Lolli og Magnús Bergsteinsson — gamlir félagar úr boltanum. „Stundum vakna ég upp viö þaö aö ég er aö skalla vegginn" að leggja skóna á hilluna. Við urðum sjö sinnum íslandsmeistarar þegar ég lék með meistaraflokki. Minn fyrsti bolti var handsaumuð tuskutuðra og ég var alltaf sísparkandi — steinum og öllu sem varð á vegi mínum. Það hefði verið gaman að eiga það safn af fót- boltaskónum sem ég notaði. Oft stóðu tæmar og hælamir langt út úr þeim því maður hafði ekki oft efni á kaupa sér skó.” — Hlakkarðu til jólanna? „Það er alltaf viss stemmning í jólunum. Undanfarin ár hef ég dvalið á Hótel Örk frá Þorláksmessu fram á annan dag jóla. Mér finnst ágætt að dvelja þar og slappa af.” — Ferðu einn þangað? „Já, ég er alveg ómögulegur ef ég þarf að fara mikið í heimsóknir. Mér fmnst gott að vera einn. Annars hef ég félagsskap frá starfsfólkinu á Hótel Örk þannig að mér leiðist ekki. Það hefur aukist síðustu árin að ég vilji vera einn með sjálfum mér. Það er ekki svo slæmt.” — Færðu einhverjar jólagjafir? „Ég hef fengið það, já. Frá fyrirtæk- inu.” — Langar þig í eitthvað sérstakt í jólagjöf? „Gott viðmót frá öllum. Það hefur reyndar ekki skort.” — Verður það áramótaheit hjá þér að hætta að reykja? „Nei, ég fer ekki að hætta að reykja eftir sextíu og eins árs reynslu í þeim efnum. Félagar mínir færa mér enn karton annað slagið. Strákamir í hand- boltalandsliðinu gleyma mér ekki og fleiri kippa með sér kartoni þegar þeir koma að utan. Það sparar mér heilmik- ið. Annars fer ég ekki með nema pakka á dag.” — Saknarðu einskis? „Kannski félagsskapar annað slagið. Fætumir hafa ekki boðið upp á annað en að ég fari heim eftir vinnu. Þá legg 17

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.