Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 33
Norðurlandsfarar 4. flokks árið 1958. Fremri röð frá vinstri: Sigurþór Sigurðsson, Guðmundur Sigurjónsson, Gísli Tryggvason, Sigurður Marels- son, unglingaleiðtogi, Jón Reykdal, Friðjón Guðmundsson, Þórarinn Jónas- son, Ólafur Gústafsson. Miðröð: Pétur Sveinbjarnason, Jóhann Jóhannesson, Björn Bjarnason (núverandi menntamálaráðherra), Leifur Dungal, Þórður Jóhannesson, Ragnar Ragnarsson, Jón Agústsson, Þorlákur Hannesson. Aftasta röð: Ragnar Thorvaldsson, bílstjóri, Vilhjálmur Sigurlinnason, Kristmann Óskarsson, Þorsteinn Ingólfsson, Guðjón Magnússon, Magnús Ólafsson, Baldur Baldursson, Guðmundur Asmundsson. nokkrar forsendur. Venjulegar tekjur íþróttadeilda í dag geta ekki staðið undir þessari hálf-atvinnumennsku og á meðan svo er spyr maður; er þetta komið til að vera eða hversu lengi gengur það? Eg held að á hverjum tíma verði eitt til tvö félög sem geti staðið undir þessu á grundvelli eigin velgengni, m.a. vegna þátttöku í Evrópukeppni sem í dag er nokkur trygging fyrir fjárhagslegan ávinning. Eitt og eitt félag kann að hafa það öfluga styrktaraðila að það geti keypt leikmenn einhverju verði, en hin félögin verða í basli að þessu leyti. Þess vegna er mikilvægt að hlúa vel að unglingastarfmu og ala upp góða og sanna Valsmenn. Það höfum við ávallt getað gert í Val og við skulum halda því áfram.” — Með hvaða hætti getur Valur unnið sig úr þeim fjárhagsvanda sem það er í? „Sjálfsagt þarf ýmsar leiðir til þess en m.a. verður að leita enn meira til hinna mörgu Valsmanna. Tekjumar gera ekki meira en að standa undir rekstrinum og því þarf nýja tekjupósta til að mæta greiðslubyrði þeirra skulda sem hvíla á félaginu - bæði aðalstjóm og deildum. Breytt stjómar- fyrirkomulag í félaginu getur verið heppilegt til að takast á við þetta van- damál. Leita þarf að nýjum fjár- öflunarleiðum en ýmsar hugmyndir í þeim efnum komu fram á félagsfundi í knattspymudeildinni í haust. Þær þarf að skoða og nýta þær vænlegustu. En til að takast á við skuldabyrðina er mjög áríðandi að eymarmerkja ákveð- nar fastar tekjur, eða tekjur af ákveð- inni fjáröflun, tilteknum skuldum, eins og gert hefur verið með Lollapott. Annars er hætt við að menn falli í þá freistni að nota það fé í almennan rekstur. Það mætti stækka Lollapott með fleiri greiðendum og jafnvel hærri framlög tímabundið. Það kom fram á nýafstöðnum aðalfundi knattspymu- deildar að þetta stendur til. Ég veit að þetta er hægt en það er með þessa fjáröflunaraðgerð eins og allar aðrar, hún kostar átak og vinnu. Ég er sáttur við þá stjóm sem mér sýnist hafa verið á handbolta- og knattspymudeildinni að undanfömu þar sem menn láta ekki vaða á súðum. Það em aðalhaldsaðgerðir í gangi og handboltinn hjá Val hefur ekki liðið fyrir það. Knattspymudeildin getur ekki lokkað til sín dýra leikmenn og þess vegna þarf hún að byggja sig inn innanfrá.” - Er það rétt að þú lifir þig svo mikið inn í leiki þegar Valur er að spila að það sé varla hægt að spyrja þig hvað klukkan sé? „Ég segi það nú ekki en ég lifi mig mikið inn í leikina án þess að ráða við það. Það er gott að vera Valsmaður og sömuleiðis ánægjulegt að geta gleymt sér á vellinum.” Ólafur er kominn með golfbakterí- una og barði bolta út um víðan völl þriðja sumarið í röð. Hann hefur verið ötull skíðamaður í áratug og sömu- leiðis rennt fyrir lax til margra ára. Ólafur er kvæntur Kristínu Sigurðar- dóttur og auk sex ára guttans, Steinars Þórs, eiga þau hjónin Grétar Má háskólanema og Ágústu sem er í Verslunarskólanum. „Já, konan fer með mér á skíði en hún fer ekki með mér á Valsleiki. Hún lék reyndar handbolta með Val á sínum yngri árum en þó kynntumst við ekki í gegn- um félagið.” VALSBLAÐIÐ 1959 Þjáðust af skóleysi Heimsmeistaraliðið frá Brasilíu birgði sig vel upp af knattspymu- skóm í lokakeppninni í Svíþjóð í sumar. Þeir höfðu 100 pör fyrir hina 22 leikmenn eða um 5 pör fyrir hvem og ein. Þess má raunar geta, að skór þeirra eru mun veik- byggðari en skór í Evrópu og þá ekki síður á Norðurlöndum, og það þýðir, að þeir endast ekki eins vel. Þeir höfðu líka með sér skó fyrir þurra velli og svo blauta velli. VALSBLAÐIÐ 1959 Didifékk hœnsnabu í verðlaun Áður en lið Brasilíumanna lagði af stað til Evrópu til HM tók hægri innherjinn Didi þátt í merkilegu veðmáli. Ef Brasilía næði því að komast í úrslit, átti hann að fá hænsabú með 1000 hænsnum. Tækist þeim það ekki mátti hann hvorki raka sig né láta skera hár sitt næstu fjögur árin eða þar til næsta HM yrði í Chile 1962. Didi slapp vel og fékk hænsabúið. 33

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.