Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 23
Gangið fram á svæðið, sveinar senn mun byrja þessi hríð; mældar eru mönnum reinar, markið skín við djörfum lýð. Framherjanna á flýti reynir, framverðirnir hlífi ei sér, f þeir verða allt of seinir, allt í handaskolum fer. Fram, fram, frækið lið! Fram, fram, sækið þið! Fram skal bruna og knöttinn knýja, komizt fram hjá línum tveim, afturverðir, ef dáð þá drýgja, dugið vel á móti þeim. Leikið saman og sætið færi, sendið knöttinn burt úr þröng, inn í markið ef hann bæri, óp þá hefjið snjöll og löng. Keppinautar knött ef taka, keppist við að stöðva þá! Framverðirnir fljótt til baka flýti sér í varðstöð ná, afturvörðum lið svo Ijái; leiki hver á sínum bás, óvinanna að framlið fái fulla sneypu’ af þeirri rás. Fram, fram, frækið lið! Fram, fram, sækið þið! Enginn leiki, sem einn hann væri, aldrei blessast sérdræg lund; samleik eflið og sætið færi, sendið knöttinn yfir grund. Sérhver veri til taks að taka til hans knetti’ ef leikið er, látið alla limu vaka, leiknum þar til hætta ber. Helzt mun leiksins heiður styðja hófstillt lund, en framagjörn: Drengileg sé dáð og iðja, drengileg í sókn og vörn. Engin þeysing út í bláinn, ekkert spark í fáti sett. ÖIl sé leikmanns æðsta þráin, að allt sé fagurt, djarft og rétt. Fram, fram, frækið lið! Fram, fram, sækið þið! Að því marki, sem leikinn láti, lærdóm verða á þroskabraut, tamning viljans með glóð í gáti, glæðing dyggða’ í hverri þraut. Þá að lokum, er lífið þrýtur, leik er slitið, markið náð, sigurlaun og hnossið hlýtur hann, er sýndi trú í dáð. Auk þeirra atriða um gildi knatt- spymunnar, sem koma fram í þessum söng, er freistandi að draga fram nokkra kafla úr ræðu séra Friðriks, sem hann hélt árið 1918, þegar hann bauð til sín á fund KFUM kappliðum félaganna í Reykjavík, sem tóku þátt í Reykjavíkurmótinu það sumar (fyrir fullorðna leikmenn. Það voru liði Knattspymufélagsins Fram, Knatt- spymufélags Reykjavíkur auk Vals- manna.) Eftir að séra Friðrik hafði boðið menn velkomna og látið í ljós gleði sína og tilhlökkun til þessarar stundar, vitnaði hann á skemmtilegan hátt i líf einherjanna í Valhöll, sem fóru út um daga og þreyttu leiki og háðu orrustur, „en að kveldi settust þeir saman að samdrykkju og voru glaðir sem góðir bræður.” Einnig líkti hann Vals- mönnum, sem farið höfðu halloka í þessu móti, við hina fomu Rómverja, sem höfðu beðið mikinn ósigur í Árni Sigurjónsson tók þetta erindi, um séra Friðrik, saman en Árni er orgelleikari í kyrrðastundunum í kapellunni í hádeginu á mánu- dögum. orrustunni við lið Hannibals við Cannae. Var þeim fagnað við heim- komuna til Rómarborgar af öldunga- ráðinu, fyrir að hafa ekki örvænt um hag þjóðarinnar. Á eftir þessum inngangi heldur hann áfram á þessa leið: Fótboltaíþróttin er list, sem ég álít að sé vel þess verð að henni sé hinn mesti gaumur gefinn og að lögð sé við hana hin mesta alúð, því að hún er ekki aðeins til gamans og stundar nautnar, heldur getur hún ef rétt er á haldið til hinna mestu þrifa og hag- naðar bæði íyrir líkama, sál og anda þeirra sem iðka hana á réttan hátt. Að vísu viljum vér KFUM menn aldrei gleyma því sem postulinn segir, að líkamleg æfmg sé til lítils nýt, en guðhræðslan samfara nægjusemi til allra hluta nytsamleg. En á hinn bóginn viljum vér hafa glöggt auga fyrir því að líkamleg æfing, sem sten- dur í þjónustu hins andlega, hefur ein- nig óumræðilega þýðingu fyrir þroskun bæði líkama og sálar, og hjál- par til að gjöra oss færari til þess að hugsa rétt, breyta rétt, tala rétt og lifa rétt, gjöra oss færari til þess að lifa til gagns í mannlegu félagi og hinu bor- garalega lífi. Eftil vill fmnst einhverjum að hér sé of djúpt tekið í árinni og að slíkt sé ofsagt. En ég treysti mér vel til að sanna þetta. Ef til vill ekki í nokkurra mínútna erindi eins og þessu, því það er ekki ætlun mín nú að halda fyrir- lestur um fótboltalistina. En til þess að tala ekki út í bláinn vil ég gjöra mjög stutta grein fyrir mínu máli. Fyrsta spuming mín er þessi: Hvað er það sem æfist með þessari íþrótt sé hún rétt notuð? Svarið er eftir mínu áliti þetta eða þessi: 1. Líkaminn æfist. Fætumir og vöð- var þeir og taugar sem þeim tilheyra. En ekki einungis fætumir, heldur flestallir hlutar líkamans. Þeir fá meiri þrótt. Blóðrásin örvast, samspil alls kerfisins í líkamanum verður örara og meira. Lungun æfast í því að þenjast út og soga í sig lífsloftið. Augun æfast í reikningi og í því að taka augna- bliksmyndir af fjarlægðum og afstöðu breytilegra hluta. Þar sem hið óæfóa auga sér aðeins þyrlandi glundroða, sér hið æfða auga röð og reglu og greinir fljótt og óhult myndir og sam- stæður. Þetta er í fáum orðum um líka- mann, en það er sálin sem aðallega æfist. Hún æfist í því að hugsa fljótt og hugsa rétt og draga réttar ályktamir og gefa skjóta skil á því sem gjöra þarf. Hún tekur myndirnar sem koma þjótandi og breytilegar fram í augunum og með eldingarhraða dregur

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.