Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 6

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 6
vikunámskeið í júlí. Skólastjóri var Jón Halldórsson og var þátttaka þokkaleg. Félagsmálaráð Eins og á liðnum árum hafði félagsmálaráð frumkvæði að og studdi ýmis konar félagsstarf innan vébanda Vals til viðbótar og til hliðar við íþróttaiðkunina í deildunum þremur. Sem dæmi um verkefni, sem voru á könnu ráðsins, má nefna skák, bridge, danskennslu, getraunamorgna, Vals- kórinn, skokk og gönguhóp, kyrrðar- stundir í Friðrikskapellu, KFUK o.fl. auk þess sem það stendur fyrir útgáfu Valsfrétta. Tvo fréttabréf sáu dagsins ljós á árinu 1994 undir ritstjóm Dýra Guðmundssonar. Eitt fréttabréf hefur komið út það sem af er árinu 1995 undir ritstjóm Helga Benediktssonar. Ýmislegt Dagur Sigurðsson, leikmaður með meistaraflokki íslandsmeistara Vals í handbolta, var á gamlársdag 1994 kjörinn íþróttamaður Vals 1994 en þetta var í þriðja sinn sem þetta kjör fer fram. Þrettándabrenna Vals 1995 var hinn 8. janúar en henni varð að fresta um tvo daga vegna veðurs. Þrátt fyrir það heppnaðist hún ágæt- lega. Brennustjóm var í höndum Árna Geirssonar og Helga Bene- diktssonar. Talið er að um 3000 manns hafi komið að Hlíðarenda þetta kvöld. Árlegt þorrablót var haldið 21. janúar undir veislustjóm Halldórs Einarssonar. Ræðumaður kvöldsins var þáverandi utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson. Blótið var Ijölmennt og tókst með ágætum. Fyrsta kvennakvöld Vals var haldið hinn 25. mars 1995 og þótti takast með afbrigðum vel. Undirbúningur var í höndum Kristínar Arnþórsdóttur og Bryndísar Valsdóttur. Heiðursgestur var Sigríður Sigurðardóttir, fyrmrn leikmaður og fyrirliði hins mikla afreksliðs Vals í meistaraflokki kvenna í handbolta á sjöunda áratugnum. Ræðumaður var enginn annar en Össur Skarp- héðinsson, þáverandi'umhverfis- ráðherra.Veislustjórn var í höndum Guðrúnar Helgadóttur. í upphafi starfsferils síns ákvað aðalstjóm að láta útbúa sérstök skír- teini fyrir heiðursfélaga Vals og fyrrum formenn félagsins sem gilda Starfsmenn Vals í nýju sölubúðinni í anddyri íþróttahússins. Frá vinstri: Sverrir Traustason, forstöðumaður íþróttahúss Vals, Elín Elísabet Baldursdóttir og Baldur Þ. Bjarnason. sem boðsmiðar á alla heimaleiki þess í öllum greinum. Hinn 25. janúar 1995 voru skírteini þessi afhent rétthöfum í sérstöku kaffisamsæti sem aðalstjóm hélt af þessu tilefni. Fyrirtækið A. Karlsson sýndi félaginu enn á ný mikla vinsemd er það gaf því full- komið þrekhjól. Gerð var tilraun með rekstur kaffiveitingasölu í nýju félags- aðstöðunni. Ekki reyndist grundvöllur fyrir rekstri hennar s.l. vetur. Hugsan- lega verður gerð önnur tilraun á næsta ári. Sá skemmtilegi atburður átti sér stað i vor að 10 piltar úr 5. fl. karla í handbolta voru fenndir hinn 9. apríl 1995 í Friðrikskapellu af séra Vigfúsi Árnasyni. Athöfnin var mjög hátíð- leg og vel heppnuð í alla staði. Þá hafa m.a. nokkrir ungir Valsmenn verið skírðir í kapellunni á árinu. Eins og lög gera ráð fyrir var boðið upp á hátíðarkaffi á 84 ára afmæli félagsins hinn 11. maí s.l. Svo skemmtilega vildi til að meistara- flokkur kvenna í knattspymu varð Reykjavíkurmeistari á afmælisdaginn. Herrakvöld Vals var haldið hinn 3. nóvember s.l. og tókst það vel að vanda. Ræðumaður kvöldsins var Steingrímur Sigfússon en veislu- stjórn var í höndum Ingva Hrafns Jónssonar. Valsblaðið Valsblaðið 46. árgangur 1994 kom út í desember 1994 í ritstjóm Jóhanns I. Árnasonar. I ritnefnd voru Ragnar Ragnarsson, Lárus Ögmundsson og Þorgrímur Þráinsson. VALSBLAÐIÐ 1976 Einvígið fræga Valur — Celtic Hermann Gunnarsson segirfrá eftirminnilegu ferðalagi: „Daginn eftir var frí til kl. 4, en þá skyldi æft. Var ýmist litast um í borginni, spilað eða teflt (nokkrir við páfann vegna leiksins daginn eftir),en sumir fengu stíft ver- slunarplan, sem kvenþjóðin sá þó um að mestu leyti. Æfingin hófst með pompi og pragt enda talsvert um áhorfendur, blaðamenn og „njósnara" frá Celtic. Vel var æft og þegar þjálf- arinn hafði tilkynnt liðið gengu leikmenn þreyttir af velli, undan vemlegum ágangi ungra aðdáenda, sem heimtuðu eiginhandaráritanir. Varð þá Halldóri iðnjöfri að orði, að aldrei hefði hann verið beðinn um slíkt á íslandi, nema á víxla. Um kvöldið var farið í bíó og síðan var rabb- og fjölskyldu- fundur áður en kappamir lögðust undir feld til að tvíeflast fyrir átök morgundagsins." 6

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.