Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 40

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 40
40 Þjálfarar: Óskar Bjarni Oskarsson og Theódór Hjalti Valsson 4. flokkur karla Leikmaður ársins: Gunnar Smári Tryggvason Efnilegasti leikmaður: Davíð Már Sigursteinsson Áhugi og ástundun: Stefán Þór Hannesson Þjálfarar: Óskar Bjarni Óskarsson og Axel Stefánsson 4. flokkur kvenna Leikmaður ársins: Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir Efnilegasti leikmaður: Hafrún Kristjánsdóttir Áhugi og ástundun: Sigríður Jóna Gunnarsdóttir Þjálfari: Mikhael Abkashev 3. flokkur karla Leikmaður ársins: Ingimar Jónsson Efnilegasti leikmaður: Ingvar Sverrisson Áhugi og ástundun: Ómar Ómarsson Þjálfari: Þórður Sigurðsson (fyrir áramót). Þorbjörn Jensson og Ólafur Stefánsson 3. flokkur kvenna Leikmaður ársins: Áslaug Sóley Bjarnadóttir Efnilegasti leikmaður: Bryndís Björnsdóttir Áhugi og ástundun: Júlíana Þórðardóttir Þjálfari: Mikhacl Abkashev 2. flokkur karla Leikmaður ársins: Örvar Rúdolfsson Efnilegasti leikmaður: Einar Örn Jónsson Áhugi og ástundun: Andri Jóhannsson Þjálfari: Þórður Sigurðsson (fyrir áramót). Þorbjörn Jensson 2. flokkur kvenna Leikmaður ársins: Kristjana Ýr Jónsdóttir Efnilegasti leikmaður: Lilja Valdimarsdóttir Áhugi og ástundun: Eivor Pála Blöndal Þjálfari: Mikhael Abkashev Meistaraflokkur karla Leikmaður ársins: Jón Kristjánsson Þjálfari: Þorbjörn Jensson Ólafur Stefánsson var meiddur mestan hluta tímabilsins en kom sterkur upp í úrslitakeppninni Rúnar Jón Árnason er einn alira harðasti stuðningsmaður Vals. Meistaraflokkur karla B-Iið Leikmaður ársins: Andri Már Jóhannsson Þjálfari: Þorbjörn Jensson Meistaraflokkur kvenna Leikmaður ársins: Inga Rúna Káradóttir Þjálfari: Mikhael Abkashev Afreksbikar (Magnúsar Blöndal) yngri flokka: Veittur efnilegasta leik- manni yngri flokka Vals Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir Maggabikar: Besti félaginn í 4. flokki karla, kosinn af flokknum sjálfum Mikael Már Pálsson Valsari ársins: Veitt fyrir fómfúst starf í þágu félagsins. Gefandi: Gísli Jónsson & co Bjarki Sigurðsson VALSBLAÐIÐ 1976 Grímur Sæmundsen, miðvörður A-liðsins, 12 ára: „Annars voru það úrslitaleikimir þrír við Víking sem allir verða mér minnisstæðir. Sá fyrsti endaði 2:2. Þá fór ég í sveit norður í Húna- vatnssýslu en þá hringir Lárus í mig að koma, og auðvitað þoldi ég ekki við og fór suður og enn var jafntefli 1:1. Enn fór ég norður og var þá ákveðið að fara í réttir sem ég var búinn að hlakka til í allt sumar - og enn hringir Lárus. Þetta bjargaðist á þann hátt að ég komst í réttir á sunnudeginum, en vissi af því að „næturrútan" fór suður um nóttina, og ég tók hana og svaf fram eftir mánudeginum en þá átti að keppa um kvöldið. Lengi vel leit svo út sem þessi leikur yrði einnig jafntefli en þá fáum við vítaspymu á Víkinga. Þá er kallaður til Kristinn Bernburg, og honum falið þetta mikla ábyrgðarstarf. Við vomm alveg að springja af spennu, og ég held að allir strákamir hafi haldið niðri í sér andanum, meðan Kristinn undirbjó sig til að spyma - og hvílík lágnað- arlæti þegar knötturinn hafnaði í netinu! Eg geng nú uppí fjórða flokk, og ætla sannarlega að halda áfram," sagði þessi hressilega og glaði ungi piltur að lokum. VALSBLAÐIÐ 1960 Hættir í síðari hálfleik! Dönsk blöð sögðu frá því í sumar að Knut Lundberg, hinn frægi knattspymumaður sem brátt verður 40 ára, æfi af miklu kappi. Eitt sinni spurði áhorfandi, sem dáðist að Lundberg, hvenær hann eigin- lega hætti að leika knattspymu. „Undantekningarlaust í rniðjum síðari hálfleik þegar úthaldið er búið," svaraði Lundberg.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.