Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 41

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 41
VALSBLAÐIÐ 1976 Hugleiðingar um Valsmenn Dr. Youri Ilitchev skrifar „Eg mun ávallt minnast með mikl- um hlýhug þeirra sem hjálpuðu mér í starfi, sem studdu að því að liðinu gengi vel á leikvelli. Það var alltaf ánægjulegt að fmna stuðning fyrirliða félagsins, Þórðar, Gísla, Hans og allra í knattspymunefndinni. Ég gleymi aldrei piltunum sem ég átti samleið með á torveldri leið. Ég man ósíngjaman leik Bubba, sem hreif aðra með sér, rólega yfirvegun Sigga, og svo skaphita og viðbragðsflýti hins markmannsins, Sigga annars. Ég mun lengi muna ærslabelginn Hermann, Inga sem var í senn fyrtinn Dr. Youri Ilitchev. og góðhjartaður, Sigga miðframvörð sem var bráður og hafði mikið íþrótta- skap, Svenna hinn viljasterka og ósér- plægna, Halldór sem var alltaf að flýta sér eitthvað, hinn rólynda og góðlynda Villa. Þeir gleymast ekki þeir ungu strákar sem ég ól upp til að verja heiður félagsins. Þeir ættu að nægja hér um bil í heilt lið. Mér þykir leitt að ég gat ekki lokið við að full- komna getu þeirra. En þeirra er framtíðin, gangi ykkur vel, kæm ungu vinir. Mig langar að lokum að bera fram nokkrar óskir til knattspymu- mannanna. Vinir! Breytið afstöðu ykkar til fótbolta. Lítið ekki á hann sem skemmtun, sem ánægjulegt tóm- stundagaman. Fótbolti er líka skylda gagnvart félaginu, félögunum og meðhaldsmönnum. Til að ná árangri í þessum Ieik nú um stundir þarf að vinna mikið og vel á æfmgum og í leikjum. Þrjár 80-90 mínútna æfmgar á viku eru alls ekki nógu. Hvað er hægt að gera á þeim tíma? Hita sig upp, leika sér dálítið að boltanum og leika á tvö mörk. Til þess að vel gangi þarf að æfa ekki sjaldnar en 4-5 sinn- um í viku, 2 til 2 1/2 tíma í einu og stundum kannski tvisvar á dag. Ég veit að þetta er erfitt en þetta er það sem gera þarf. Liðið er ekki summan af persón- unum sem í því er, heldur ein held, sem beint er að einu marki - sigri. Sigri í hvaða keppni sem er. Látið ykkur annt um liðið, berið virðingu hver fyrir öðrum, hjálpið þeim sem misstígur sig af óvarkámi. Máttur liðsins er í einingu þess fólginn. Ef þörf krefur, fómið stolti ykkar fyrir eininguna. Fljúgðu hátt og rösklega, Valur, tákn stolts og sterks fugls. Gömul Valsmerki OG BÚNINGAR Um þessar mumlir ferfram söfnun ú gömlum Valsmerkjum og búningum med þaó fyrir augum aö finna „orginal" litina í Valsmerkinu, eins og þeir voru þegar merkiö var liannaó. Litirnir itafa eitthvaö skolast til í gegnum tíóina og þess vegna biður Minjanefnd Vals alla um aö leitu vel í liirslum sínum og uögœtu livort þar leynist Valsmerki, Valsbúningur eöa eitthvaó sem getur varpaö Ijósi á þuó hvernig merkió var upphaflega. Þeim, sem veröur eitthvaö ágengt í leitinni, er bent á aö hafa samband viö Sverri luisvöró í Valsheimilinu. VALSBLAÐIÐ 1979 Danmerkurferð 2. flokks Á öðrum degi ferðarinnar tókum við þátt í fjögurra liða hraðmóti (2x20 mín.) en auk okkar var þar eitt norskt lið og tvö dönsk. Við unnum alla leik- ina næsta auðveldlega og til að gera sigurinn enn glæsilegri titluðum við okkur alþjóðlega meistara. Það markverðasta í þessu móti var að Helgi Sig., sem er annálaður fyrir flest annað en að pota í mark, sendi boltann einu sinni langt utan af velli í stöng og inn. Við hinir vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið en fúndum fljótt skýringuna: Þúfóttur völlur og allt of skuggsýnt (þ.e. Helga sýndist markið vera miklu sunnar). Þrjá aðra leiki lékum við í ferðinni og fóru allir á sömu leið: Allir unnust. I síðasta leiknum gekk þó hvorki né rak lengi framan af. Robba (Jóns) hefur greinilega ekki litist það því hann sagði Binna Níels að fara að hita upp. En þegar strákamir sáu Binna klæða sig úr æfingabuxunum hafa þeir eflaust hugsað sem svo að þótt ástandið væri ekki nógu gott yrði það öllu verra með Binna innaborðs. Þeir settu því á fúlla ferð og áður en yfir Iauk var staðan orðin 9:0. Binni fór aldrei inn á! Vissir þú... ...að handknattleikslið Vals lék sinn ÞRIÐJA EVRÓPULEIK AÐ HLÍÐARENDA á dögunum, gegn Braga frá Portúgal. Valur hafði betur en tapaði síðari leiknum í Portúgal með meiri markamun og féll þar með úr keppni.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.