Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 32

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 32
Á skrifstoíu Ólafs er grínmynd af honum þar sem áhugamálin koma við sögu, Valur, goif, skíði, veiðistöng o.fl. Og þar er að auki mynd eftir Halldór Einarsson (Henson) sem hann málaði af Hlíðarenda og Perlunni í vetrarbúningi og færði Ólafi að gjöf á fimmtugsafmæli hans. „Hlíðarendi er gimsteinn" Sveinbjamarsyni og skipulagið og samstarfið í stjóminni til fyrirmyndar. Velgengnin var mikil og félagið í Evrópukeppni öll árin, sem var auð- vitað lærdómsríkt og spennandi. Mjög eftirminnilegar eru ferðimar í Evrópu- keppninni til Magdeburg í A-Þýska- landi 197S og Hamborgar 1979, en þar töpuðum við óverðskuldað fyrir HSV, 2:1, í ógleymanlegum leik. Aðalstjama HSV þá var Kevin Keegan sem nú er stjóri hjá Newcastle.” Sú hugmynd hefur komið reglulega upp að breyta stjómskipulagi Vals. Þessar hugmyndir komu fyrst fram fyrir liðlega tíu árum en voru síðan lagðar til hliðar af því ekki náðist sam- staða um þær. „Eg er þeirrar skoðunar að ein stjóm fyrir félagið og einn framkvæmdastjóri sé heppilegra stjómskipulag en það sem nú er við lýði. Formenn deildanna sætu þá í aðalstjóm. Það er flestum ljóst að rekstur deildanna gengur erfiðlega og ég tel að breytt fyrirkomulag geti orðið félaginu til framdráttar. Það sem skortir er að þessar hugmyndir fái rækilegri umfjöllun í félaginu. Eg er þeirrar skoðunar að ljármálastjómin, og sölu- og markaðsaðgerðir yrðu markvissari með þessum hætti, án þess að það bitnaði á félagsstarfmu.” — Ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika væri ekki spurning um að stíga þá skrefið til fulls og leggja niður körfuknattleiksdeildina og einbeita sér að hinum tveimur? Þá mætti markaðssetja Val sem eina heild með fótbolta á sumrin og handbolta á veturna? „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál. Karfan í Val hefur átt sína góðu daga og unnið glæsta sigra, t.d. 1979 þegar Valur varð Reykjavíkur-, Islands- og bikarmeistari. Við Valsmenn vorum stoltir af okkar körfuknattleiksmönnum þá. Upp á síðkastið hefur deildin hins vegar átt erfitt uppdráttar og við lá í vor að hún legðist niður. Karfan í Val á ekki eins djúpar rætur og knattspyr- nan og handboltann en ef þeir, sem eru í forsvari fyrir deildina, tryggja að hún standi undir sér eins og deildir eiga að gera er erfitt að vera með sterkar meiningar um að leggja deildina niður. Hitt svo annað mál að væri stjómskip- ulaginu breytt, þannig að í félaginu væri ein stjóm og einn framkvæmda- stjóri, þá væri augljóslega auðveldara að reka félagið með knattspymu á sumrin og handbolta á vetuma. Ekki sist með tilliti til markaðssetningar.” — Hvað hefur valdið þér mestum vonbrigðum frá því hófst að sinna félagsmálum í Val? „Mér skilst að á félagaskrá hjá Val séu um 1800 manns en innan við 300 greiddu félagsgjöld á síðasta ári. Þetta segir mér að það hefur bmgðist, með einhverjum hætti, að halda tengslin við þessa félagsmenn og koma því til skila að félagið verði að fá meiri stuðning til að geta haldið úti eðlilegri starfsemi. Eg á bágt með að trúa því að félagsmenn greiði ekki gjöldin sökum fjárskorts, nema í einstaka til- fellum. Ég held að einhvers konar sambandsleysi sé fremur ástæða þess. Allir Valsmenn verða að taka höndum saman án tillits til þess hvernig félag- inu gengur á íþróttasviðinu. Þegar vel gengur dúkka upp Valsmenn í stórum hópum en þeir eru jafn fljótir að hver- fa þegar illa gengur. Það þarf að verða hugarfarsbreyting hvað þetta varðar hjá félaginu og félagsmönnum. Þetta hefur valdið mér hvað mestum von- brigðum og það hlýtur að vera stjóm- armönnum áhyggjuefni að geta ekki treyst á breiðari hóp Valsmanna í starfinu, bæði með Ijárhagsstuðning og önnur verk.” — Ertu sáttur við félagsstarfið hjá Val? „Það kemur stöðugt betur í ljóst hversu mikill gimsteinn Hlíðarendi er og hversu framsýnir forystumenn félagsins, sem stóðu að kaupunum á Hlíðarenda 1939, vom. Möguleikamir til að halda úti góðu og öflugu íþrótta- og félagsstarfi eru mjög góðir. Félagsheimilið er Val til sóma og eiga formenn Vals, og aðrir sem að því stóðu, heiður skilið fyrir að ljúka því með þessum glæsibrag. I félags- starfmu era fastir liðir eins og herra- kvöld og þorrablót. Boðið hefúr verið upp á danskennslu, Valskórinn er öflugur og skokkhópinn mætti örug- glega efla. Kyrrðarstundirnar í hádeginu á mánudögum hafa skapað sér ákveðinn sess þannig að það er ýmislegt í boði fyrir Valsmenn. Sumarbúðir í borg hafa tekist afskaplega vel og ég upplifði það einna best í sumar því þá tók 6 ára sonur minn þátt í því í fyrsta skipti. Hann var himinlifandi enda er vel hlúð að ungviðinu. Þá er gaman að sjá hversu vel Friðrikskapella hefúr nýst í Sumarbúðunum. Valur á þröngan en mjög öflugan hóp manna sem hefur leyst fjölmörg störf í félaginu í hátt á undanfomum árum en það þarf að ná betur til hins almenna Valsmanns úti í bæ. Satt best að segja er rekstur íþrótta- félaga á Islandi kominn í vissar ógön- gur. Hálf-atvinnumennska hefúr rutt sér til rúms, án þess að til þess séu

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.