Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 47

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 47
Birna Margrét var kjörin Leikmaður meistaraflokks 1995 ,Við erum bara svona skemmtilegar - djömmum þokkalega, höldum vel hópinn“ sækja boltann úr netinu! Samt stefni ég að því að halda áfram í markinu." Bima hefur verið í byrjunarliðinu síðustu þrjú árin en áður vermdi hún varamannabekkinn í tvö ár þegar hún var að ganga upp úr 2. flokki. Þegar hún var á síðasta ári í 2. flokki vann flokkurinn alla titla sem i boði voru. - Hvað var skemmtilegast við sumarið? „Það er engin spuming - bikar- úrslitaleikurinn. Annars var sumarið frábært þegar á heildina er litið. Við stóðum okkur mun betur en við sjálfar höfðum þorað að gera okkur vonir um. Ragga Víkings var rosalega góð enda þekkti hún okkur allar mjög vel og vissi hvemig hún átti að nálgast okkur til að við næðum árangri. Eg held að hún hafi náð því besta út úr okkur sem hægt var. Eg var ekkert viss um að Ragga væri rétti þjálfarinn fyrir okkur en hún kom mér rosalega á óvart. Við ætluðum að nota sumarið til að byggja okkur upp fyrir framtíðina en skyndi- lega spiluðum við bara þrælvel. Við sluppum við meiðsli og fleira spilaði inn í. Svo fengum við meiri athygli en venjulega því strákunum í meistara- flokki gekk svo illa, en okkur vel." - Finnurðu fyrir einhverri sam- keppni milli meistaraflokkanna? „Það er rosalega mikil ijarlægð á milli flokkanna og ég þekki alls ekki alla strákana með nafni. Það mættu vera mun meiri samskipti milli flokkanna hjá Val, ekki síst til að allir iðkendur kynnist og fái áhuga á því hvað er að gerast í hverjum flokki fyrir sig. Þetta má stórlega bæta hjá Val. Við erum jú öll í sama félaginu. Mér fannst við reyndar dálítið afskipt- ar á tímabili í kvennaboltanum, þ.e.a.s fyrir tveimur árum en með tilkomu meistaraflokksráð, og eftir að flokkur- inn varð sjálfstæður fjárhagslega, hefúr þetta verið miklu betra. Maður þekkir fæsta með nöfnum í stjóm knattspymudeildar en auðvitað ættu tengsl allra í deildinni að vera miklu betri." - Það virðist hafa verið mikil gleði í meistaraflokki kvenna síðast- liðin 15 ár. Hvaða andi svífur þarna yfir? „Við erum bara svona skemmtilegar og allar á svipuðum aldri. Við eigum áþekk áhugamál utan boltans, djömm- um þokkalega, höldum vel hópinn og eram góðir félagar. Léttleikinn hefúr loðað við þennan flokk lengi vel. Kynslóðin hennar Röggu var víst enn geggjaðri en við í djamminu enda virt- ust þær stelpur aldrei ætla að leggja skóna á hilluna." - Hefði frammistaða þín í sumar, ekki síst í bikarúrslitaleiknum, ekki átt að skila þér inn í landsliðs- hópinn? „Auðvitað gerði ég mér vonir um það en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Eg hef spilað með U-16 ára og U-20 ára landsliðunum og hver veit nema ég fái einhvem tímann tækifæri með A-landsliðinu. Þegar ég var tíu ára sagðist ég ætla að komast í lands- liðið í fótbolta og vonandi rætist það." - Var svekkjandi að verða ekki Islandsmeistari úr því sem komið var? „Já, sérstaklega vegna þess að Blik- amir jöfnuðu í báðum leikjunum gegn okkur i deildinni undir lokin. Við gerum bara betur næst." Bima lýkur stúdentsprófí, á tungu- málabraut með frönsku og spænsku sem aðalgreinar, frá FB næsta vor. „Ég ætla mér að fara út, annað hvort til Frakklands eða Spánar, hvenær sem það nú rætist. Mig langar í háskóla úti og ég útiloka ekki Bandaríkin í þeim efnum. Það væri gaman að geta sam- einað knattspymuiðkun og nám." - Hvar djammið þið í meistara- flokki helst? „Það er ÞjóðleikhúskjaLJarinn sem „blífur" þessa dagana. Við erum búin að henda gamla genginu út og yngja upp á staðnum."

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.