Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 7

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 7
LEIKJA BALDUR Valsblaðið hafði uppá Baldri Helgasyni Stór-Valsara Valsblaðinu lék forvitni á að vita hvað hefði orðið um Baldur Helgason, öðru nafni Leikja-Baldur, sem var einn tryggasti stuðnings- maður Vals á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Baldur lét sig ekki vanta á völlinn þegar knattspyr- nuleikur var í gangi og þegar maður mætti á gamla góða Melavöllinn var það jafn víst að Baldur væri þar og að sólin kænii upp að morgni. Baldur var vel að sér í knattspyrnunni, gaf sér ætíð góðan tíma til að spjalla og Valshjartað í honum var stórt. Hann mætti jafnan snemma á völlinn til að ekkert færi fram hjá honum. Margir hafa verið að gera að því skóna að Baldur væri hreinlega dáinn en mig minnti að hann hefði flust austur fyrir fjall skömmu eftir árið 1982. Eftir töluvcrða eftir- grennslan í Hveragerði, á Selfossi og víðar komu fram vísbendingar um að hann gæti dvalið að vistheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Valsblaðið sló á þráðinn og eftir mínútu bið var gamli, góði Leikja- Baldur mættur í símann. Röddin og málrómurinn var hinn sami og áður. Baldur er orðinn 66 ára en hann flutti í dvalarheimilið As í Hveragerði árið 1983. Ári síðar flutti hann sig um set, í Kumbaravog og hefur dvalið þar síðan ásamt liðlega 70 öðrum vistmönnum. „Ég er í alls konar snatti á daginn, m.a. í sen- diferðum," sagði Baldur þegar Valsblaðið spurði hvað hann hefði fvrir stafni á daginn. Hann sagðist enn fylgjast með Val en bætti við að áhuginn á íþróttum hefði dvínað verulega. Baldur sagðist ekki hafa koniið til Reykjavíkur í 10 ára, aðal- lega sökum þess hversu dýrt það væri. Hann sagðist því ekki hafa séð neina leiki og því síður þekkja þá leikmenn sem spila fyrir Val í dag. Síðast sagðist Baldur hafa hitt Valsmann fyrir mörgum árum, örugglega tíu, en það var Pétur Sveinbjarnarson. „Nei, ég var ekkert hræddur um að Valur myndi falla í 2. deild í sumar," sagði Baldur að lokum. I gömlu Valsblaði kemur fram í viðtali við Baldur að hann hafi fengið áhuga á íþróttum í kringum 1940 þegar Albert Guðmundsson var að koma fram. í viðtalinu segir hann m.a.: „Mér fannst Albert mjög góður knattspyrnumaður og mér er alltaf minnisstætt atvik úr leik, þar sem Albert skoraði mark af 30 m færi. Það var Ellert Sölvason, sem gaf fyrir markið. Það var eins og Ellert flygi frernur en hlypi í fang Alberts til að fagna markinu. Ég hef varla séð eins glæsilegt mark. Markið, sem Hermann Gunnarsson skoraði hjá Keflavík 1966, var líka stórkostlegt. Upp úr þessu fór ég svo að horfa á hvern einasta leik sem ég gat, og þá eins hjá yngri flokkunum ef svo bar undir." Það er notalegt að eiga kyrrðarstund í Friðrikskapellu í hádeginu á mánudögum. Kyrrðarstund Alla mánudaga, klukkan tólf á há- degi, fer fram kyrrðarstund í Friðrikskapellu. Kyrrðarstundimar hafa öðlast fastan sess í félagsstarfi Vals og stöðugt fleiri njóta þess að draga sig í hlé frá amstri hversdags- lífsins og upplifa kyrrðarstund í kapellunni. Um fimmtíu manna kjami sækir kyrrðarstundimar, yfirleitt lið- lega fimmtán til tuttugu í senn. Prestar stýra kyrrðastundinni og Árni Sigurjónsson leikur á orgelið. Valsmenn eru hvattir til að gefa sér örlítinn tími frá amstrinu, upplifa ró- lega stund í góðum félagsskap og koma fyrirbænum áleiðis. Léttar veitingar em í „gamla ijósinu" að kyrrðarstundinni lokinni þar sem fólk nýtur þess að ræða málin. Þess má að lokum geta að Friðrikskapella er opin fyrir hvers konar starfsemi sem er í anda séra Friðriks, hvort sem um að ræða fiindi, tónleika eða annað. Og að sjálfsögóu fyrir hjónavígslur og skímarathafnir. VALSBLAÐIÐ 1958 Hœnan dó Það gerðist á knattspymukappleik í Júgóslavíu í sumar, þegar komið var nærri leikslokum, að hæna kom baxandi þvert yfir völlinn og tók stefnuna að öðru markinu. Mikill hiti var í leiknum en hvorugu liðinu hafði tekist að skora. Svo einkennilega vildi til að þegar hænan var rétt komin inn fyrir annan markstólpan var skotið af miklu afli. Knötturinn lenti í hænunni og breytti stefnu hans þannig að hann hafnaði utan marks. Hænan lét lífið þegar í stað!

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.