Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 16

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 16
Texti: Þorgrímur Þráinsson Knattspyrnugoðin Péle og Lolli áttu niargt sameiginlegt. aðgangseyri. Ég stóð við mitt og var stoltur af því. Aður en við Albert Guðmundsson hófum að leika með meistaraflokki seldum við sælgæti fyrir Torfa Guðmundsson, vallar- vörð á Melavellinum, og fengum þar af leiðandi frítt inn. Við gengum á milli fólks með kassa hangandi framan á okkur og buðum fólki sælgæti, sígarettur og vindla. Ég komst að því fyrir nokkrum árum að einn af þeim strákum, sem héldu á skónum mínum inn á. Melavöllinn, var Ingvi Guðmundsson vallarvörður á gervigrasvellinum í Lolli fór í margar ferðir með knattspyrnuliði Vals. Hér er hann að sóla sig á Jamaika árið 1988. FAGNANDI!" Það hefur ekki borið mikið á Lolla, Ellert Sölvasyni, upp á síðkastið. Hann hefur farið hœgt og hljótt um, eins og köttur, en húmorinn er enn á sínum stað. „Ég man alltaf eftir því þegar ég fór á Melavöllinn til að horfa á Val og KR spila árið 1928. Ég var ellefu ára og það kostaði 25 aura á völlinn. Ég hafði ekki efni á að borga mig inn þannig að kvöldið áður fór ég á stúfana og gróf holu undir grindverkið bak við stúku- na. Daginn eftir beið ég eftir að völl- urinn fylltist af fólki og skreið síðan undir grindverkið. Ég var varla kominn í gegn þegar einhver átti þru- mufleyg að marki og ég missti óafvit- andi út úr mér: „Rosalega var þetta flott skot!” Vörðurinn heyrði í mér, greip í öxlina á mér og spurði hvaðan ég hefði komið. Það kom svo mikið fát á að mig að ég sagði sannleikann og þá leiddi hann mig út að hliðina. Aður en hann rak mig í burtu sagði ég að ef ég ætti einhvem tímann eftir að spila á Melavellinum þá myndi ég reyna að hjálpa einhverjum gutta inn sem hefði ekki efni á að horfa á leiki. Það kom á daginn að þegar ég spilaði á vellinum, eftir að ég komst í meist- araflokk, stóðu nokkrir strákar ávallt fyrir utan og áttu enga peninga. Ég hafði það fyrir reglu að láta einn halda á skónum mínum og annan töskunni og þeir þurftu vitanlega ekki að greiða Laugardal. Greiðvikni mín hefur því komið mér til góða þegar ég hef sótt leiki á þeim velli.” Það viðraði vel til boltasparks þegar ég heimsótti Lolla á heimili hans að Hátúni 10 B, 10. desember síðastliðinn, grænar grundir og hitastigið eins og það gerist best um hásumar. „Komdu fagnandi,” sagði 16

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.