Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 38

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 38
Starfið er margt Kampakátir Valsmenn eftir sigur gegn KA í úrslitaleik íslandsmótsins. Frá vinstri: Geir Sveinsson, fyrirliði, Þorbjörn Jensson, þjálfari, Jóhann Birgisson, liðsstjóri, Guðmundur Hrafnkelsson, Finnur Jóhannsson, Valgarð Thoroddsen og Jón Kristjánsson. Ársskýrsla handknattleiksdeildar Vals 1995 Háspenna! Enn eitt viðburðarríkt ár hefur bæst við í sögu handknattleiksdeildar Vals. Hápunktar ársins voru óumdeilanlega úrslitaviðureignir Vals og KA, bæði í bikarkeppni og íslandsmóti. Ekki þarf að riQa þá dramatík upp hér því hún er flestum enn í fersku minni. Það er mat margra að ekki hafí í annan tíma verið leiknir eins spennandi og skemmtilegir úrslitaleikir á íslandi. í hugum margra voru þessir leikir því hápunktur hand- knattleiksvertíðarinnar, þrátt fyrir að heimsmeistarakeppnin hafi fylgt í kjöl- farið!! Yngri flokkar félagsins stóðu sig einn- ig vel og unnu marga góða sigra sem verða raktir hér á eftir. Reyndar er það með ólíkindum hversu góður árangur næst í yngri fldkkunum þegar litið er til þess hversu fámennir þeir eru. Einnig er það áhyggjuefni hversu fáir taka þátt í starfi þessara flokka. Næsta stóra verkefni deildarinnar hlýtur að vera efling yngra flokka starfsins. Ekki síst þarf að virkja fleiri foreldra til starfa sem og að bæta allt skipulag í kringum starfið. Félags- og fjármál deildarinnar Eins og öllum ætti að vera löngu kunnugt hafa fjárhagslegar óveðurs- lægðir stöðugt verið að dýpka yfir starfi deildarinnar. Nú bregður hins vegar svo við að spáð er nokkurri sól- arglætu á næstum misserum. Hinn góði árangur meistaraflokks karla á síðasta ári, samfara fádæma sparsemi og rekstraraðhaldi, gefur fyrirheit um betri tíð. Ef við náum að endurtaka leikinn frá síðasta ári, þ.e. að komast í úrslit í bikarkeppninni og alla leið í úr- slitakeppni íslandsmótsins, er ekki frá- leitt að einvörðungu langtímaskuldir standi eftir af skuldafeni deildarinnar. Miklu fargi væri þar með létt af Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, hampar íslandsbikarnum. stjórnarmönnum deildarinnar. Möguleiki væri þar með fyrir hendi að snúa sér að frekari uppbyggingu. Bros gæti þá farið að færast yfír menn og málefni. Það er nefnilega ekki hægt að lýsa þeirri togstreitu sem ríkir og þeim erfíðleikum sem upp koma þegar fjárhagur er með þeim hætti sem hkd. Vals hefur búið við síðustu ár. Ánæg- jan er það fyrsta sem hverfur og það er kannski það eina sem óbreyttur stjóm- armaður getur óskað eftir að hafa upp úr krafsinu fyrir sína sjálfboðavinnu. íþróttahreyfingin í nútíð og framtíð Iþróttahreyfingin er á miklum villigöt- um. Fjárhagslegur grundvöllur er ekki fyrir hendi, verði núverandi straumum fylgt. Atvinnu- og hálfatvinnumennska í handknattleik er fráleitt markmið við núverandi aðstæður. Sama á við um flestar aðrar íþróttagreinar. Takist íþróttahreyfmgunni ekki að ná tökum á Ijármálum sínum er framtíðin ekki björt. Að missa sjónar á grundvallar markmiðum sínum kann aldrei góðri lukku að stýra. Ég fullyrði að það hafi gerst. Hreyfingin mun, með sama áframhaldi, éta sjálfa sig innan frá. Ein af grundvallar forsendum fyrir blóm- legu- og árangursríku starfi er heil- brigð stefna og traust stjómun. Öflugt starf krefst öflugrar forystu. Það að fá dugandi menn til að veita íþrótta- hreyfingunni forystu við núverandi aðstæður verður stöðugt torvéldara, 38

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.