Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 18
ég mig stundum, hlusta á klassíska tónlist á 106,8 en stundum skipti ég yfir á dægurlögin ef ég vil tilbreyt- ingu. Svo horfi ég á sjónvarpið og læt þar við sitja.” — Kæmirðu oftar niður að Hlíðarenda ef heilsan væri betri? „Maður lifandi.” — Um hvað hugsar maður á þínum aldri sem dvelur löngum í félagsskap sjálfs sín? „Um gamlar endurminningar. Maður rifjar upp eitt og annað úr boltanum. Það er alltaf jafn skemmti- legt.” — Ertu trúaður? „Já, annars væri ég ekki með mynd- ina af Jesú á veggnum. Það er svo margt í kringum okkur sem við skiljum ekki. Eg fer alltaf með eina litla bæn og hún hefur hjálpað mér mikið. Hún er ekki mörg orð en hefur gert sitt gagn.” — Hræðistu dauðann? „Alls ekki. Af hverju ætti ég að gera það? Það er ekkert að hræðast. Eg hef upplifað hluti sem staðfesta ýmislegt án þess að ég vilji fara nánar út í það.” — Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir Val í dag? „Alveg þá sömu og ég hafði fyrir Val árið 1929 þegar ég gekk í félagið. Tilfmningin er dásamleg. En ég fór ekki á völlinn í sumar. Eg þoli ekki lengur við þegar Valur er að spila. Ég verð svo yfir mig spenntur að ég treysti mér ekki til þess.” — Er það rétt að þegar þú fórst á leiki flýttir þú þér yfirleitt strax heim til að heyra úrslitin í tíufrét- tum til þess að vera viss um að Valur hefði unnið þótt þú hefðir orðið vitni að því? „Já, ég varð að fá úrslitin staðfest.” — Misstirðu nokkuð vonina í sumar? „Mér stóð ekki á sama á tímabili. En eftir að Valur sigraði í Grindavík og gulltryggði sig mætti ég á völlinn og sá leikinn gegn Akranesi. Mönnum fannst greinilega gaman að sjá Köttinn aftur á Hlíðarenda” — Hlakkarðu til næstu ára? „Því ekki.” — Áttu ekki afmæli fljótlega? „Jú, 17. desember.” — Verður þú 75 ára? „Nei, 78. Maður er eins og kettl- ingur. Fimleikamar, sem ég stundaði sem ungur maður, gerðu mér gott og þær halda mér ungum.” Lolli á spjalli við Júlíus Jónasson handknattleiksmann. Tveir góðir! Lolli og Ríkharður Jónsson, fyrrum markaskorari af Skaganum. Kattamafngiftina fékk Lolli þegar hann lék með úrvalsliði Vals og Víkings í Þýskalandi árið 1939 í þann mund sem stríðið var að skella á. Úrvalsliðið lék gegn þýsku úrvalsliði og Lolli lék þýskan landsliðsmann svo grátt að hann fékk viðumefnið Kötturinn í kjölfar þess. Lolli ætlaði aldrei að komas út af leikvanginum vegna æstra aðdáenda sem heilluðust svo af framgöngu hans í leiknum að þeir vildu eiginhandaráritun. Lollabikar Farandbikar, gefinn af Lolla í Val (Ellert Sölvasyni) árið 1988. Lolli var leikmaður í Val og landO- liðinu á 4. og 5. áratugunum. Bikar þessi skal veittur þeim leikmanni í yngri flokkum Vals sem þykir skara fram úr í leikni með boltann. Unglingaráð Vals skal útnefna leik- mann þennan í samráði við þjálf- ara. Bikarinn skal veittur árið 1988 og á hverju ári til ársins 1999. Eftir það skal hann varðveittur í bikara- og minjasafni Vals. Heimildasöfnun! Valsblaðið vill koma því áleiðis til þeirra, sem eru í forsvari fyrir deildirnar og öll ráð innan Vals, að gæta vel að heimildaöflun allan ársins hring. Knattspyrnufélaginu Val er annt um að varðveita sögu félagsins og því er mikilvægt að teknar séu ljósmyndir við sem flest tækifæri. Þá ætti það að vera skvlda allra deilda að taka myndir af öllum keppnisflokkum í keppnisúningum og skrifa niður nöfn allra sem eru á myndinni. Slík vinnubrögð myndu auðvelda vinnu við Valsblaðið til muna. Við megum aldrei gleyma því að sagan er að gerast í dag og það getur orðið hvimleitt að leita að mynd af einhverjum keppnisflokki Vals eða merkilegum viðburði eftir tíu ár, sem hefði átt að vera til á „file". Það verður kannski alltaf álitamál hvað eigi að varðveitast í Valsblaðinu en því meira framboð af efni þeim mun veglegra og fjölbreyttara verður blaðið. Meó Jóla- og Valskvedju Vissir þú... ... að MEISTARAFLOKKUR VALS í KNATTSPYRNU lék 11 leiki í röð í 1. deild árið 1978 án þess að fá á sig mark. Liðið sigraði í 17 leikjum á mótinu en gerði eitt jafntefli, við KA. Markatalan var 45 mörk gegn 8. Ekkert lið í 1. deild hefur náð svo góðum árangri eftir að fjölg- að var í tíu lið Ll. deild. 18

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.