Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 36

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 36
I minningu látinna Valsmanna Pétur Guðjónsson Fœddur: 23. ágúsl 1924 Ddinn: 31. janúar 1995 Foreldrar Péturs voru Guðjón Jónsson, físksali, og Þuríður Guð- fínna Sigurðardóttir, húsmóðir. Pétur kvæntist Hjördísi Ágústsdótt- ur árið 1951 og eignuðust þau fimm börn. Þau eru Anna Sigríður, G. Ágúst, Sturla, Bryndís og Pétur. Pétur Guðjónsson hóf rekstur rakarastofu sinnar árið 1951 á Skólavörðustíg 10 og starfrækti hana til dauðadags. Hann var jafn- framt um árabil umboðsmaður margra landskunnra skemmtikrafta og hljómsveita. Hann var lengi for- maður Meistarafélags hárskera og heiðursfélagi þess. Þá starfaði Pétur í Lions-hreyfingunni og frímúrara- reglunni og gegndi ýmsum trú- naðarstörfum á vegum þeirra. Pétur var mikill Valsmaður, sér- lcga áhugasamur um ötull stuðn- ingsmaður. Hann var einn af helstu talsmönnum Vals í bæjarlífínu og stóð með félaginu í blíðu og stríðu. Kvedja frá íbúum viú Gnmdarland 16 í raun þekkti ég Pétur Guðjónsson ekki mikið en kannaðist þó vel við hann allt frá minni bamæsku. í mínum huga var Pétur Guðjónsson heiðurs- maður, rakari og Valsari. I umhverfmu í kringum mig hafa orðið breytingar. Gatan mín er orðin snauðari, því skyndilega er vegferð góðs granna lokið. Hann hvarf svo snögglega og því sannast enn að enginn ræður sínum næturstað. Sumir samtíðarmenn setja meiri svip á umhverfi sitt en aðrir, þannig var um heiðursmanninn Pétur Guðjónsson. Hann var einn af frumbyggjunum í mínu hverfi og nokkurs konar „vemd- ari" eða „búálfúr" götunnar. Gæddi hana lífi og sál. Hann rótaði í mold- inni og mótaði umhverfið, breytti minnsta fræi í fegursta blóm og runna. í þessu fallega umhverfi hittust nágrannamir og ræddu m.a. lífsins amstur og fótbolta, og litu eftir vor- komunni með hækkandi sól. Um leið og ég þakka Pétri ánægjulega sam- fylgd, votta ég ijölskyldu hans samúð mína. Nú andar nœturblœr um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar, sem forðum vor i seft söitg, nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Og innan skamms við yftrgefum leikinn. Nú œska gengur, sigurdjörf og hreykin, af sömu blekking blind, i okkar spor. Og brátt er gleymt viá áittum líka vor. (Tómas Guðmundsson) Arni Njálsson Jóhanna Smith Fœdd: 5. mars 1955 ' Dáin: 5.júní 1995 Foreldrar Jóhönnu voru Ásta Jóhanna Guðmundsdóttir og Thorolf Smith fréttamaður. Jóhanna lagði stund á sálarfræði við Háskóla íslands í einn vetur og starfaði sem læknaritari um skeið. Frá 1983-1993 var hún fulltrúi á lögmannsstofu Baldurs Guðlaugs- sonar. Jóhanna giftist Guðjóni Magnússyni, lögfræðingi hjá ríkis- saksóknara, 10. janúar 1986. Guðjón og Jóhanna eignuðust tvær dætur, Unni menntaskólanema f. 1978 og Hildi grunnskólanema f. 1982. Kveðja frá knattspyrnudeild Vals Jóhanna Smith gekk til liðs við unglingaráð knattspymudeildar Vals haustið 1992. Það var mikill fengur fyrir félagið að fá Jóhönnu til starfa. Áhugi hennar á starfí yngri flokka kvenna í knattspymu var ómetanlegur. Osérhlífni og dugnaður hennar lýsti sér best í því að í nær tvö ár annaðist hún ein alla yngri flokka kvenna. Ekki lét Jóhanna erfið veikindi aftra sér frá því að taka þátt í starfi félagsins. Gilti þá einu hvort í hlut áttu kvenna- eða karlaflokkar félagsins. Þegar ég heim- sótti Jóhönnu nokkrum dögum fyrir 36

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.