Valsblaðið - 01.05.1995, Side 37

Valsblaðið - 01.05.1995, Side 37
andlát hennar kvaddi hún með þeim orðum að ekki mynda líða langur tími þar til hún færi að mæta á leiki og fundi að Hlíðarenda. Með þessum fáu línum vil ég færa Jóhönnu einlægar þakkir frá knatt- spymudeild Vals og þá sérstaklega okkur sem urðum þeirra gæfú aðnjót- andi að vinna með henni í unglinga- ráði knattspymudeildar Eiginmanni Jóhönnu, Guðjóni Magnússyni, og dætmnum, Unni og Hildi, sem leika með 3.- og 4. flokki Vals, færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn Gunnarsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Vals Anton Guðjónsson Fœddur: 5. september 1922 Dáinn: 13.júní 1995 Foreldrar Antons voru Guðjón Jónsson fisksali og Þuríður Guð- finna Sigurðardóttir. Anton var bróðir Guðjóns rakara. Arið 1945 kvæntist Anton eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Matthíasdóttur, og eiga þau sex börn. Þau eru Þuríður, Kjartan, Anný, Gunnar, Ragnar og Anton. Anton starfaði lengst af sem leigubílstjóri en hin síðari ár var hann starfsmaður á skrifstofu Hreyfils. Á yngri árum tók Anton virkan þátt í íþróttum hjá Val, bæði í handbolta og knattspymu. Hann var einnig lið- tækur brids-spilari og skákmaður. Verðlaunabikarana, sem hann fékk fyrir það, var hann búinn að færa bamabömunum að gjöf. Ungur var hann mikið í fimleikum og þótti efnilegur. íþróttaáhugi Antons var mikill og hann las alltaf íþrótta- síður dagblaðanna fyrst og fylgdist með öllum íþróttaþáttum í útvarpi og sjónvarpi. Þá tók hann virkan þátt í íþrótta- og félagsstarfi hjá Hreyfli. Anton átti auðvelt með að gleðjast með vinum sinum og sömuleiðis að taka þátt í sorgum þeirra. Hann var til- finningaríkur maður og mikill bamav- inur. Á unglingsárunum var hann í KFUM og kynntist séra Friðrik Friðrikssyni. Til himinsala mín liggur leið, þar Ijúft er heima að búa. Þar sorg er engin, ei synd né neyð, þar sé ég vinanna grúa. (Friðrik Friðriksson) Öll störf Antons einkenndust af dug- naði og samviskusemi og þakkar Knattspymufélagið Valur honum ötul- an stuðning og hvatningu í gegnum tíðina. Knattspyman var í uppáhaldi hjá honum og það var markmið hans að gera alla strákana í ijölskyldunni að Völsurum. Knattspyrnufélagið Valur Svanur Þór Jónasson Fœddur: 22.júní 1973 Dáinn: 14. september 1995 Svanur Þór, sem var fæddur á Patreksfirði, fórst í flugslysi ásamt tveimur vinum sínum. Foreldrar hans eru Jónas Sigurðsson og Elsa Nína Sigurðardóttir. Svanur átti eina systur, Sunnu Maríu. Hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 9. júní síðastliðinn. Fyrstu þrjú ár ævinnar bjó Svanur Þór á Bíldudal en fluttist þá til Reykjavíkur. 11 ára flutti hann með foreldrum sínum og syst- ur til Patreksfjarðar. Síðasta árið bjó hann að Laugalæk í Reykjavík og starfaði hjá Pósti og síma. Við kynntumst Svani Þór Jónassyni þegar hann flutti til Reykjavíkur eftir námið í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hann hóf að æfa körfuknattleik með íþróttafélaginu Leikni haustið 1994. Það bar strax mikið á honum á æfingum og hann var allra leikmanna kraftmestur og duglegastur við æfinga- sókn. Lífsgleðin geislaði af Svani og það er erfitt að sætta sig við að hann sé horfinn svo snögglega. Þrátt fyrir veikindi og meiðsli síðastliðið ár lét hann ekki deigan síga heldur stundaði æfingamar af kappi. Hann mætti á þær allar æfingar nema þegar hann var rúmliggjandi á sjúkrahúsi. Svanur ákvað í vor að skipta um félag og spreyta sig í Úrvalsdeildinni á ný. Hann gekk til liðs við Val en þar lék faðir hans á sínum yngri árum. Hjá Val voru miklar vonir bundnar við hann, enda hafði hann undirbúið sig mjög vel fyrir komandi keppnistíma- bil. Körfuknattleikur var líf og yndi Svans. Hann smitaði alla í kringum sig með áhuga sínum og krafti og maður kom aldrei að tómum kofanum hjá Svani þegar körfubolta bar á góma. Höggvið hefúr verið stórt skarð í hóp körfuknattleiksmanna á íslandi. Missir okkar félaganna er mikill en við munum minnast góðu stundanna þegar Svanur var hrókur alls fagnaðar. Við vottum foreldrum hans og systur, og öðrum nákomnum, okkar dýpstu samúð. Einnig viljum við votta ást- vinum piltanna tveggja, sem fórust í flugslysinu með Svani, samúð okkar. Fyrir hönd félaga í Val og Leikni í Reykjavík Halldór Bachmann og Torfi Magnússon

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.