Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 8
uossuiBJ({ jiuujjSjoc] :ijx0x Jón Kristjánsson, Finnur Jóhannsson og Júlíus Gunnarsson fagna eftir að hafa Iagt KA að velli að Hlíðarenda í úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var einn mest spennandi lcikur sem hefur farið fram í flokka- íþróttum á íslandi. Valsmenn láta í sér heyra! Jón Krístjánsson, þjálfarí og leikmaður Íslandsmeistara Vals, var kjörinn handknattleiksmaður Vals eftir síðustu leiktíð. Hvernig skyldi hann finna sig í hlutverki stjórnandans? Gunnsteinsson við. Hann er aðstoðar- þjálfari en jafnframt leikmaður og það er gott að geta einbeitt sér að því að spila og þurfa ekki að hafa áhyggur af því hvort skipta þurfi leikmönnum inn „Hef ekki sama aðgang að spítalabröndurum“ Um það er engum blöðum að fletta að Jón Kristjánsson er glæsilegur fulltrúi handknatttleiksliðs Vals. Hann er metnaðargjam, hógvær og agaður og leggur sig fram um að ná settu marki. Hann var kjörinn Leikmaður meistaraflokks eftir síðasta keppnis- tímabil sem verður örugglega lengi í minnum haít sökum tvísýnna leikja við KA um íslands- og bikarmeistara- titilinn. Jón tók við þjálfun Valsliðsins í sumar þegar Þorbjörn Jensson var ráðinn landsliðsþjálfari. Um þessar mundir hefur Valur sigrað í 9 leikjum í röð á íslandsmótinu eftir að hafa þurft 2 leiki til að komast almennilega í gang. Valsblaðið hitti Jón að máli í tölvufyrirtækinu ACO en þar gegnir hann starfi þjónustufulltrúa. Jón er kvæntur Gyðu Kristjánsdóttur kenn- ara en hún á einn son. Ertu búinn að skólast í því að sameina leikmanns- og þjálfara- hlutverkið? Jón Kristjánsson þjálfari Vals. „Já, þetta er allt að koma. Ég sé nánast alfarið um æfingamar en þegar út i leikina er komið tekur Skúli á, breyta um taktík og fleira í þeim dúr. Annars er Skúli að koma til eftir meiðsli sem hann átti í og kannski vandast málið á bekknum þegar hann er farinn að spila meira. Við höfum jólin til að ráða fram úr því hver stjómar þegar við erum báðir inn á.” Hvernig var að taka við þjálfun leikmanna sem þú hefur spilað með í nokkur ár? Var ekki erfitt að ætla skyndilega að fara að skipa fyrir? „Þessu er þannig háttað hjá Val að þjálfarinn hefur alltaf verið einn af hópnum en ekki einhver hershöfðingi sem setur sig á háan hest. Tobbi var alltaf með brandarana og sömuleiðis góður vinur okkar og ég hef haldið mig á svipaðri línu. Ég hef ekki sýnt yfirgang, eða verið með læti og hávaða.” Þarftu þá að segja brandara eins og Tobbi? „Nei, ég hef ekki sama aðgang að spítalabröndumm og hann, þannig að þeim hefur fækkað.” 8

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.