Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 44

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 44
Hugleiðingar Halldórs Einarssonar um knattspyrnuna í Val DRAUMSÝN! Halldór Einarsson í Valsumhverfl að Hlíðarenda. „Valsmenn urðu Islandsmeistarar 1966 íklæddir rugbypeysum“ Mér fannst við hæfi að heíja þetta greinarkom, sitjandi fyrir ffaman sjón- varpsskjáinn, horfandi á mesta knatt- spymustórveldi heims, AC Milan etja kappi við Napoli. Einkum vegna þess að knattspymudeild Napoli hefur, eins og knattspymudeild Vals, átt við þrá- látan fjárhagsvanda að stríða allt frá því að hönd Guðs, alias Maradona, gældi við grastoppana á Italíu. Að velta fyrir sér framtíð knattspymu- deildar Vals hafandi upplifað enn eitt taprekstrarár deildarinnar, í mesta skammdegi sem lýðveldið býður upp á, verður manni vonandi fyrirgefið þótt þessi pistill verði ekki eitt alls- herjar bjartsýnisflug. Spumingin um framtíð deildarinnar er, sem slík, engin smá spuming. Maður freistast auðvit- að til þess í byrjun að líta um öxl, til þess tíma þegar allir léku knattspymu eingöngu ánægjunnar vegna og höfðu ekki einu sinni drauminn um frægð og frama í útlöndum til hvatningar; til þess tíma þegar sumir léku í hálfnóný- tum skóm vegna þess að hvorki greid- di deildin fyrir þá né að einhver inn- flytjandi sæi ástæðu til að kosta úthald leikmanna þótt landsliðsmenn væru. Tímar eins og þegar línufeill í pant- analista erlends búningafyrirtækis gerði það að verkum að Valsmenn urðu íslandsmeistarar 1966 íklæddir rugbypeysum sem hleyptu loftinu ekki svo léttilega í gegn, þannig að leikmenn voru með eins konar segl bakhliðsmegin á sprettinum. Þar sem mgbypeysur em úr sterkara efni en gengur og gerist með fótboltapeysur dugðu þessar auðvitað til þess að klæða liðið árið eftir þegar meistara- titillinn vannst aftur. Engin var aug- lýsingin, hvorki á búningnum né um- hverfis vellina. Nú, ekki var tekju- skiptingin heldur komin í lög, þannig að 1966, þegar Valur lék tvo leiki til úrslita við Keflavík sem löðuðu að samtals 18.000 manns, fékk Þróttur, sem féll niður í 2. deild, sama í sinn hlut og Valur. Spumingin núna er auðvitað hvert stefnir og hvað er til ráða. Sífellt erfiðara er að manna stjóm deildarinn- ar á sama tíma og biðröð er t.d. eftir að komas í stjóm KSI og þeir, sem fyrir eru, sitja sem fastast. Ástæðan liggur auðvitað í augum uppi. Stjómarmenn KSI eru blessunarlega lausir við að þurfa að gangast í per- sónulegar fjárhagsábyrgðir eða ganga um of á velvild allt of fárra fýrirtækja og einstaklinga sem láta fé af hendi rakna. Fjárhagsvandi knattspymudeildar Vals er ekkert einkamál þeirra sem nú sitja í stjóm. Vandinn kemur öllum þeim við sem láta sér annt um knatt- spymuna í Val og framtíð hennar. Fjárhagsvandi knattspymudeildarinnar stendur henni verulega fýrir þrifum. En hvemig má leysa svo um þetta að viðunandi geti talist. Ekki er hægt að sækja það sem upp á vantar til Borgar- sjóðs eða fá oggulítið af utankvótafiski til að brúa bilið. Eðlilegasta stefnan er að koma upp liði sem nær góðum árangri, spilar knattspymu sem fólk hefur gaman af að horfa á og leiðir til aukinnar aðsóknar. I framhaldinu kæmi síðan þátttaka í Evrópukeppni sem nú á dögum gefúr ágætis, og allt upp í miklar, tekjur. Tímamir breytast. Árið 1967 léku Valur og KR í Reykja- víkurmóti og leikinn sóttu 3200 manns. Nú til dags fáum við innan við 20% af þessum fjölda að meðaltali á okkar deildarleiki. Aðsókn almennt á knattspymuleiki hefur minnkað á síðari árum en knattspymuáhugi er vissulega til staðar í ríkum mæli og ef okkur Valsmönnum tekst að koma upp verulega góðu liði á ný er ég ekki í

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.