Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 5
Hinn 25. janúar s.l. afhenti aðalstjórn Vals heiðursféluguni Vals og fyrrverandi formönnum kort sem gildir á alla heimaleiki Vals. Við það tækifæri var þessi mynd tekin. Aftari röð f.v. Bergur Guðnason, Ægir Ferdinandsson, Jón Gunnar Zoéga, Reynir Vignir formaður Vals, Þórður Þorkelsson, Jóhann Eyjólfsson. Fremri röð f.v. Jón Eiríksson, Magnús Bergsteinsson, Páll Guðnason Sigurður Ólafsson, Úlfar Þórðarson. Fjármál aðalstjórnar I vor og sumar voru öll langtímalán sem hvíldu á eignum félagsins greidd upp. Þetta var liður í því að endur- skipuleggja fjármál aðalstjómar félagsins. Til þess að geta gert þetta fékk félagið ný lán frá íslandsbanka hf. og Landsbanka Islands með hag- stæðari kjömm en félagið naut áður og til mun lengri tíma en áður hefur tíðkast á lánum þess. Þetta mun á næstu ámm leiða til lægri ijármagns- kostnaðar auk þess sem öll ijármála- stjóm verður léttari. Þrátt fyrir þetta verða ijármál félagsins áfram i nokkuð þröngri stöðu. Rétt eins og á liðnum tveim starfs- árum hafa rekstrartekjur aðalstjómar verið í lágmarki. Höfuðástæðan er sem íyrr sú að ekki hafa fundist leigjendur að sölum félagsins á hefðbundnum skólatíma. I því efni situr allt við það sama og i raun eru ekki horfur á því að úr þessu alvarlega ástandi rætist á þessu starfsári a.m.k. Samkvæmt ársreikningi Vals íyrir árið 1994 varð tap af reglulegri starf- semi. Eigið fé í árslok nam 134 milljónum króna. Sem íyrr er ákaflega brýnt að gæta aðhalds í rekstri vegna þröngrar stöðu félagsins. Helsta von félagsins til þess að geta haldið áfram viðhaldi og uppbyggingu á svæðinu er sú að félagsmenn greiði skilvíslega félagsgjöld og taki virkari þátt en áður í félagsstarfinu. Framkvæmdir Haustið 1994 hófust framkvæmdir við endurbætur á búningsaðstöðunni í gamla íþróttahúsinu og við nýja hæð er ákveðið var að reisa ofan á hana í stað þess að leggja í dýrar en bráð- nauðsynlegar viðgerðir á þakinu yfir búningsklefunum. Verkinu miðaði vel og lauk fyrsta áfanga, þ.e.a.s. að reisa hæðina, í vor. I framhaldi af því var ráðist í að endumýja búningsklefana og böðin í gamla íþróttahúsinu og lauk því í sumar. Framkvæmdir við efri hæðina verða hins vegar að sitja á hakanum að sinni enda skortir fé til þess að hefjast handa. Sölubúð félagsins var flutt til í húsinu nú í haust, anddyri hússins breytt lítillega jafnframt því sem komið var upp snyrtilegri aðstöðu fyrir miðasölu að kappleikjum innanhúss. Við þessar breytingar batnaði aðstaða fyrir starfs- menn stórlega. Valsmenn á bikarúrslitaleik Vals og KA í handknattleik. Endurbætur í búningsaðstöðunni í gamla íþróttahúsinu, voru miklar eins og sjá má. Mikil sjálfboðavinna var innt af hendi við framkvæmdimar í vor og sumar undir forystu formanns félagsins. Samhentur kjami örfárra manna leiddi starfið en nokkrir aðrir lögðu hönd á plóginn á ýmsum stigum framkvæmdanna. Sumarbúðir í Borg Knattspymufélagið Valur stóð áttunda árið í röð fyrir íþróttaskóla á s.l. sumri undir heitinu Sumarbúðir í Borg. Boðið var upp á tvö tveggja vikna námskeið í júní og ijögur Jón Zoéga, Halldór Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson, sem var ræðumaður kvöldsins á þorrablótinu.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.