Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 13
TPS Turku frá Finnlandi. Okkur tókst að vinna einn leik en tveir töpuðust. Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel. Árangur Valsliðsins í fyrri umferð Sjóvá/Almennrardeildarinnar var slakur. Einungis tókst að krækja í 7 stig og sat liðið í 10. og neðsta sæti deildarinnar. Nokkrir leikir töpuðust illa. Eitthvað varð að gera. Ekki var hægt að fá nýja leikmenn því ekki mátti hafa félagaskipti eftir 15. júlí. Niðurstaðan varð sú að skipta um þjálfara og tók Kristinn Bjömsson við liðinu. Eftir jafntefli gegn ÍBK á úti- velli í fyrsta leik Kristins tókst Val að vinna 5 af síðustu 6 leikjum sínum og bjarga sér frá falli í 2. deild, deild sem Bretinn Stewart Beards lék með Val í sumar en stóð ekki undir væntingum. Valur hefur aldrei leikið í. Valur hlaut 23 stig og hafnaði í 7. sæti sem er lakasta sæti sem Valur hefur hlotið í l.deild frá upphafi. Á ársþingi KSÍ í lok ársins 1994 var samþykkt að félög mættu senda tvö lið í Mjólkurbikarkeppnina. Félögin máttu senda lið skipað 23 ára leikmönnum og yngri ásamt mfl. í keppnina. Valur var eitt þeirra liða, sem nýttu sér þessa heimild. 23 ára liðið stóð sig mjög vel og komst í 16 liða úrslit eftir að hafa lagt að velli Flamar frá Hvera- gerði, Víking Ólafsvík eftir framleng- ingu og l.deildarlið Breiðabliks 4-0. Liðið féll út að lokum fyrir 1. deildar- liði Keflavíkur. Mfl. karla komst ein- nig í 16 liða úrslit en var sleginn út af Grindavík eftir framlengdan leik. Á uppskeruhátíð knattspymudeildar Vals var Jón Grétar Jónsson út- nefndur besti leikmaður mfl. karla. Meistaraflokkur 1995. Efsta röð (fv): Árni Árnason sjúkraþjálfari, Kristján Halldórsson, Ómar Friðriksson, Jón S. Helgason, Bjarki Stefánsson, Davíð Garðarsson, ívar Ingimarsson og Sævar Hjálmarsson liðsstjóri. Miðröð (fv): Þorsteinn Ólafs form. mfl.ráðs, Kristinn Björnsson þjálfari, Hilmar Sighvats- son, Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur Valsson, Sigþór Júlíusson, Hörður Már Magnússon, Sigurður Harldsson stj.maður, Theódór S. Hallórsson form. knd., Helgi Kristjánsson framkvæmdastjóri knd. Neðsta röð (fv): Gunnar Einars- son, Ólafur Brynjólfsson, Lárus Sigurðsson, Jón Grétar Jónsson fyrirliði, Tómas Ingason, Guðmundur Brynjólfsson og Böðvar Bergsson. Á myndina vantar Kristin Lárusson. Ragnheiður Víkingsdóttir stýrði Valsliðinu til sigurs í Bikarkeppn- inni en hún hélt utan til náms í Iok tímabils. Meistaraflokkur kvenna Mfl. kvenna tók þátt í Islandsmót- inu, Mjólkurbikarkeppninni og Reykjavíkurmótinu. Nýr þjálfari var ráðinn fyrir mfl.kvenna fyrir keppnistímabilið, Ragnheiður Víkingsdóttir, en hún hafði spilað sem leikmaður með Val í fjölmörg ár. Líkt og hjá mfl. karla hófst tímabilið á íslandsmótinu innanhúss. Vals- stúlkumar höfnuðu í 3.-4. sæti. íslandsmótið varð mjög spennandi því Valur og Breiðablik háðu nánast í allt sumar, einvígi um Islandsmeistara- titilinn. Breiðablik hafði betur að lokum og Valur lenti í 2. sæti. Innbyrðisleikir liðanna enduðu báðir meðjafntefli 1-1 ogjafnaði Breiðablik í báðum leikjunum á elleftu stundu. í Mjólkurbikarkeppni KSÍ gekk liðinu allt í haginn. Valur sigraði í keppninni og hlaut nafnbótina Mjólkurbikar- meistari KSÍ 1995. Var þetta í sjöunda skipti sem Valur vinnur bikarinn góða og hefur ekkert lið leikið það eftir. Besti leikmaður mfl. kvenna var Birna Björnsdóttir og Helga Rut Sigurðardóttir sú efnilegasta. 2. FLOKKUR KARLA Annar flokkur karla stóð sig af- skaplega vel á árinu. Leikmenn hafa stundað æfingar vel, haft metnað og lagt sig fram og verið sér og félaginu til sóma í alla staði. Alltaf þegar þessir þættir eru í lagi næst árangur. 2. flokkur karla varð Reykjavíkur- meistari utanhúss, lenti í 2. sæti í Islandsmótinu og varð Bikarmeistari eftir tvo spennandi og framlengda leiki við Breiðablik. 13

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.