Valsblaðið - 01.05.1995, Page 45

Valsblaðið - 01.05.1995, Page 45
vafa um að aðsókn mun aukast veru- lega og tekjumar þar með. Með hinum efnilegu, ungu leikmönnum, sem margir fengu að spreyta sig á liðnu tímabili auk eldri traustra pósta, fær Sigurður Grétarsson, nýráðinn þjálf- ari, spennandi verkefni að byggja upp sigurlið framtíðarinnar. Við Sigurð eru sannarlega bundnar miklar vonir. En til þess að hann nái árangri þarf hann traustan stuðning. Tilkoma Hluta- félagsins Hlíðarenda, sem byggir á stuðningi við knattspymudeildina með kaupum á leikmönnum sem félagið myndi síðan lána til Vals, er vissulega spennandi nýjung. Til þess að koma megi málum knatt- spymudeildar í betra horf, hvort sem það er ijárhagslega eða getulega, þarf að koma til vel skipulagt starf sem VALSBLAÐIÐ 1956 Minningar frá Melunum Æskudraumar Gudmundar Sigurðssonar brutust fram í nokkrum vísum: Man ég hvað þessir melar seid- du margan lítinn dreng til sín. Hér var mœtt í heilum hópum, hér var Jyrsta æfing mín. 0 þeirfögru œskudraumar ennþá búa í huga mér, þegar ég sem stuttur snáði stökk og lék með knöttinn hér. Gleymast seint þeir gömlu dagar, gleðin Ijómar yfir þeim, þegar seint á sumark\>öldum sveittir drengir héldu heim. Þreyttir gegnum bœinn ganga, gleðin úr þeirra augum skín. Það er œska Austurbœjar, sem er að fara heim til sín. kallar á litla og stærri vinnuhópa sem taka að sér framkvæmd hvers kyns ijáraflana. Vinnuhópar þessir tækju að sér framkvæmd hluta eins og sölu ársmiða, útgáfu leikskrár, framkvæmd leikja, að auglýsa upp leiki, sölustarf- semi á leikjum í formi hvers kyns hluta sem tilheyra Val, s.s. merki, veifur, boli o.fl. Þá mætti selja grill- aðar pylsur, hamborgara og hefð- bundið slikkerí, tippa á leikina og fleira í þessum dúr. Framkvæmd annarra ijáraflana í hefðbundnum stíl, bingó, hlutavelta, happdrættismiðar o.fl. þarf að verða að veruleika. Hvaðeina sem gert er til öflunar ijár, og þá um leið til þess að koma skikkan á fjármálin, er virðingarvert. Ef þessum störfum er deilt á sem fles- ta minnka líkur á að einhverjir einstak- lingar gjörsamlega kikkni undan of þungum klafa og verði frábitnir þátt- töku í félagsstarfinu. Halda þarf vel undirbúna og almenna félagsfundi þar sem hin ýmsu mál deildarinnar eru rædd og lýst er eftir hugmyndum og einstaklingum til þess að leggja hönd á plóginn. Aðeins með samstilltum vinnu- brögðum, og sem víðastri virkni félagsmanna, mun okkur takast að ná settu markmiði. Aldrei hefur mér fundist gamli frasinn eiga betur við en enmitt nú: Valur er ekkert annað en ég, þú og allir hinir. Gleðilega hátíð Halldór Einarsson Loks kom að þeim dýrðardegi. Drottinn minn! Hvað hjartað sló. Fyrsti leikur, fyrsta mótið! Fagra íþrótt! Nýja skó! Nýjar buxur, nýja peysu! Nú var allt svo hreint og skœrt. Þó má bara enginn ætla að ég hafi sofið vœrt. Þannig fór þá jýrsta mótið, fagrir draumar brugðust mér. Eflaust hefur öllum fundizt eitthvað bresta í hjarta sér. En nóttin kom með nýja drauma, nýjan vilja, kraft og þor: Halda saman, æfa og æfa og ekki tapa nœsta vor! Þegar vorsins vindar strjúka vanga mína þítt og hljótt, þá eru þessir moldar-melar mér í huga dag og nótt. Hérna ég í œsku undi öll mín beztu sumarkvöld. Iþróttin hér yndi sáði og uppskeran varð þúsundföld. Kristjánsbikar Farandbikar, gefinn af Kristjáni Bemburg árið 1989. Kristján þjálfaði yngri flokka Vals til langs tíma á 7. og 8. áratugnum. Bikarinn skal veittur þeim leikmanni, á síðasta ári í 2. flokki, sem þykir hafa verið góður félagi, jafnt sem leiðtogi og fyrirmynd í yngri flokkum Vals. Unglingaráð Vals útnefni þennan leikmann í samráði við þjálfara. Kristjánsbikar skal veittur í fyrsta skipti árið 1989 og á hverju ári þar eftir til ársins 1999. Eftir það skal hann varðveittur í bikara- og minja- safni Vals. VALSBLAÐIÐ 1979 Ekkert ojboðslega girmlegar! (3. flokkur pilta á keppnisferðalagi um Skotland) Eitthvað vom nú einhverjir að eltast við skoskar blómarósir enda þótt flest- um þætti þær ekkert „ofboðslega gimilegar" og sumum „alveg hræðilegar". Spunnust oft á tíðum háværar deilur út af þessum málum. Við komum heim 9. ágúst og var þá ekki laust við að sumir væru famir að þykkna um magann þótt ástæðan fyrir því væri ókunn. 45

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.